is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1839

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð : móttökuáætlun fyrir leikskóla, með áherslu á tvítyngd börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. prófs frá Kennaraháskóla Íslands á vormisseri 2008. Verkefnið er hugsað sem undirbúningsvinna við gerð handbókar eða leiðbeiningabæklings um það hvernig hægt sé að taka mið af tvítyngdum börnum inni í móttökuáætlun leikskóla. Farið er yfir helstu þætti sem mikilvægt er að hafa í huga þegar gera skal móttökuáætlun sem á að hlúa sem mest og best að þörfum tvítyngdra barna. Í fyrri hluta verkefnisins er farið yfir ýmsar skilgreiningar sem vert er að hafa í huga þegar starfa á með tvítyngdum börnum. Þessar skilgreiningar eru tvítyngi, móðurmál og annað mál. Þar á eftir er fjallað um tvítyngd börn á Íslandi í dag en í þeim kafla er farið yfir tölur frá Hagstofu Íslands um fjölda tvítyngdra barna á Íslandi síðustu ár. Auk þess að sagt er frá reynslu eins viðmælanda míns sem búsettur er úti í Englandi af því hvernig fjölmenning kemur honum fyrir sjónir þar í landi. Eftir þennan kafla kemur kafli um máltöku tvítyngdra barna en mjög mikilvægt er að þeir sem ætla sér að vinna með tvítyngd börn átti sig á því hvernig máltaka þeirra fer fram og þá sérstaklega hvernig máltaka annars máls fer fram. Seinni hluti þessa verkefnis er síðan móttökuáætlunin sjálf. Eftir miklar vangaveltur þá tók ég þá ákvörðun að skipta móttökuáætluninni niður í fjóra megin áhersluþætti. Þættirnir eru: Fyrsta viðtal við foreldra, undirbúningsvinna fyrir aðlögunina, aðlögunin og eftirfylgni eftir aðlögun. Mikilvægt er að litið sé til allra þessara þátta ef eigi að gera góða og heilsteypta móttökuáætlun. Innan hvers þáttar fyrir sig er velt upp hugmyndum og leiðum sem hægt er að fara eftir til þess að stuðla að sem bestri aðlögun tvítyngds barns jafnt sem annarra barna.
    Þessi ritgerð er aðallega byggð á fræðilegum heimildum. Einnig voru tekin þrjú viðtöl við leikskólakennara sem allir hafa mikla reynslu í því að vinna með tvítyngdum börnum, auk þess sem skoðaðar voru móttökuáætlanir hjá nokkrum sveitarfélögum.
    Lykilorð: Móttökuáætlun, tvítyngd börn.

Athugasemdir: 
  • Leikskólabraut
Samþykkt: 
  • 2.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
360.pdf303.95 kBLokaðurHeildartextiPDF