is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18415

Titill: 
  • Heimaþjónusta til kvenna á forstigi fæðingar: Fræðileg samantekt um inntak og ávinning ljósmæðrastýrðrar þjónustu
  • Titill er á ensku Home care services for women in the latent phase: Literature review of the content and benefits of midwifery-led service
Útdráttur: 
  • Þekkt er að konur geta verið óöruggar heima á forstigi fæðingar og vilja vera í návist ljósmæðra. Til að koma í veg fyrir þetta öryggisleysi kvenna eru þær oft á tíðum lagðar inn á fæðingarstað á forstiginu en innlögn snemma í fæðingarferlinu getur haft í för með sér aukna tíðni á langdregnum fæðingum, notkun syntocínon dreypis og keisarafæðingum.
    Fræðileg samantekt var gerð um heimaþjónustu á forstigi fæðingar. Tilgangur ritgerðarinnar var að skoða hvort ávinningur gæti hlotist af heimaþjónustu á forstigi fæðingar, hvort sem um væri að ræða betri upplifun kvenna af forstiginu eða bætta útkomu fæðinga. Einnig var skoðað hvar sú þjónusta ætti best heima og hvort fjárhagslegur ávinningur gæti hlotist af henni.
    Niðurstöður þessarar fræðilegu samantektar voru að lítið er búið að rannsaka áhrif heimaþjónustu á forstigi fæðingar. Ekki kemur fram marktækur ávinningur þegar útkoma heimaþjónustu á forstigi er skoðuð ein og sér en sú heimaþjónusta á forstigi fæðingar sem skilar ávinningi er þegar þjónustan er hluti af samfelldri ljósmæðrastýrðri þjónustu. Sú tegund þjónustu er líklegust til að efla öryggi og vellíðan kvenna og tengjast jákvæðri upplifun af fæðingunni. Einnig er hún líklegust til að halda inngripa- og áhaldafæðingum í lágmarki sem leiðir af sér minni kostnað við fæðingarnar.
    Með aukinni þjónustu frá ljósmæðrum er hægt að draga úr óöryggi kvenna á forstigi fæðinga. Sú þjónusta gæti einnig leitt til þess að konur upplifi vellíðan á forstigi, fæðingin verði jákvæðari og meiri líkur á að áhaldafæðingar, keisarafæðingar og kostnaður haldist niðri.
    Lykilorð: forstig fæðingar (Latent phase), heimaþjónusta (Home care), öryggi (Safety) og ljósmæðrastýrð þjónusta (Midwifery-led service).

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimaþjónusta til kvenna á forstigi fæðingar.pdf582.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna