is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18434

Titill: 
  • „Ég þurfti bara að gúgla þetta.“ Orðræða um sjálfbæra þróun í íslenskri ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtökin „sjálfbær þróun“ og dótturhugtak þess „sjálfbær ferðaþjónusta“ eiga rætur að rekja í alþjóðlega umhverfisverndarumræðu. Þau eru almennt viðurkennd sem mikilvæg og verðug hugtök og táknmynd jákvæðra breytinga í samskiptum mannsins við umhverfi og náttúru. Hugtökin hafa þó alls ekki verið óumdeild og hefur fjölþætt gagnrýni á túlkun og notkun þeirra einkennt orðræðu fræðimanna.
    Markmið rannsóknarinnar fólst í að greina orðræðu um sjálfbæra þróun í íslenskri ferðaþjónustu. Leitast var við að greina skilning, túlkun og birtingarmyndir hugtaksins og dótturhugtaks þess „sjálfbærri ferðaþjónustu“ og leita eftir ríkjandi samhengi, þemum og þrástefjum sem einkenna orðræðuna. Sérstakri athygli var beint að orðræðunni um hugtökin í tengslum við gildi þeirra fyrir umhverfisvernd. Að lokum var velt upp spurningum um framtíðarmöguleika hugtakanna í íslenskri ferðaþjónustu. Rannsóknargögnin sem til skoðunar voru samanstóðu af greiningu á viðtölum við einstaklinga sem starfa við íslenska ferðaþjónustu auk orðræðugreiningar á tveimur ólíkum gagnaflokkum; 1) fjölmiðlaumfjöllun á völdum lykiltímabilum og 2) á Ferðamálaáætlun 2006–2015, stefnumótun stjórnvalda í ferðaþjónustu.
    Niðurstöður orðræðugreiningarinnar sýna að djúp gjá hefur myndast milli hugtakanna tveggja sem hér um ræðir. Þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar og áhersla á jafnvægið milli þeirra hefur vikið fyrir óljósri og frjálslegri orðræðu um markmið sjálfbærni í ferðaþjónustu. Niðurstöður sýna að mörg verkefni og ýmis konar uppbygging er framkvæmd undir merkjum sjálfbærrar ferðaþjónustu þrátt fyrir að erfitt sé að greina beina tengingu við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar í rannsóknargögnum. Þá sýna niðurstöður ennfremur að áhersla ferðaþjónustuaðila á náttúruvernd byggir á sjónarmiðum um sjálfbæra nýtingu á auðlindum hennar fyrir hagsmuni og framtíðarafkomu atvinnugreinarinnar. Í ljósi þeirrar gagnrýni sem hugtökin hafa fengið er að lokum velt upp spurningum um raunverulega möguleika og framtíð þeirra innan íslenskrar ferðaþjónustu.

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_Harpa_Maria_Wenger_2014.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna