is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18435

Titill: 
  • Eðlileg fæðing og fæðingarumhverfið: Skilgreiningar og viðhorf íslenskra ljósmæðra. Fagrýnirannsókn
  • Titill er á ensku Normal Birth and the Birth Environment: Definitions and Attitudes of Icelandic Midwives. Focus Group Research
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða skilgreiningar íslenskra ljósmæðra á eðlilegum fæðingum og hvernig þær skapa fæðingarumhverfi sem stuðlar að eðlilegum fæðingum. Markmiðið er einnig að skoða hvort mismunandi starfsumhverfi ljósmæðra móti þær hugmyndir sem þær hafa um eðlilegar fæðingar og skilgreiningar þeirra á fyrirbærinu.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð í formi rýnihóps þar sem átta ljósmæður með fjölbreytilegan bakgrunn og starfsreynslu tóku þátt. Þægindaaðferð var notuð við val á þátttakendum og í viðtalinu var notast við opnar spurningar um efnið. Við greiningu gagna komu í ljós þrjú yfirþemu með undirþemum; Hvað er eðlileg fæðing?- Mjög stór spurning, Ljósmóðurlist- Að vera fagleg og Fæðingarumhverfið- Flókið samspil. Yfirþemun þrjú unnu öll saman og tengdust undirstöðuþemanu Konan sem sigurvegari.
    Í skilgreiningum ljósmæðranna á eðlilegum fæðingum lögðu þær áherslu á sjálfkrafa upphaf og lífeðlisfræðilegt ferli án inngripa, óháð áhættuþáttum fyrir fæðinguna. Áherslur í skilgreiningum ljósmæðranna voru mismunandi eftir starfsumhverfinu sem þær störfuðu í. Þær ræddu einnig mikilvægi þess að skilgreina hvað væru inngrip og mismunandi áhrif þeirra. Ljósmæðurnar álitu hlutverk sitt vera að skapa fæðingarumhverfi sem veitti konunni öryggistilfinningu og stuðlaði að jákvæðri fæðingarupplifun. Upplifun konunnar af að vera sigurvegari í fæðingunni var það mikilvægasta í huga ljósmæðranna og allar lögðu þær áherslu á að mæta konunni á hennar forsendum, þar sem hún væri við stjórn í eigin fæðingu. Ljósmæðrunum þótti miður að nú hefðu íslenskar konur ekki lengur val um að fæða í ljósmæðrastýrði einingu, í heimilislegu umhverfi á Landspítala og vonuðust til að stofnað yrði fæðingarheimili til að auka val kvenna um fæðingarstað.
    Lykilorð: lífeðlisfræðileg fæðing - eðlileg fæðing - fæðingarumhverfi - samfelldur stuðningur - inngrip - mismunandi hugmyndafræðileg nálgun - hlutverk ljósmæðra

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eðlileg fæðing og fæðingarumhverfið.pdf955.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna