is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18463

Titill: 
  • Talnalykill: notkun, gagnsemi, vankantar og viðhorf notenda.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að kanna félagslegt gildi Talnalykils því það getur haft áhrif á notkun prófsins. Talnalykill er staðlað kunnáttupróf í stærðfræði sem leitar að slökum nemendum miðað við aðra nemendur í sama árgangi grunnskóla. Prófið veitir greinandi mat á færni nemenda í 1. – 7. bekk. Í þessu verkefni er gerð grein fyrir tveimur rannsóknum sem gerðar voru í því skyni að komast að notkun, gagnsemi, vanköntum og viðhorfi notenda til Talnalykils. Markmið fyrri rannsóknar var að afla hugmynda að gerð spurningalista sem notuð var í seinni rannsókn. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við virka notendur prófsins. Markmið seinni rannsóknar var að afla upplýsinga um notkun, gagnsemi, vankanta og viðhorf notenda til Talnalykils. Fyrri rannsókn var eigindleg en sú síðari megindleg. Í seinni rannsókn var spurningakönnun send til einstaklinga með réttindi á Talnalykil. Meginniðurstöður rannsóknanna voru að talið er nauðsynlegt að uppfæra efni Talnalykils og að fá sambærilegt próf og skimun fyrir unglingastig grunnskóla. Fyrirlagnir prófsins voru fáar á síðasta skólaári en þó virtist helmingur þátttakenda hafa notað það. Prófið var talið gagnast vel við að finna slaka nemendur í því skyni að veita þeim frekari aðstoð og er viðhorf almennt gott hjá notendum. Mikilvægt er að Talnalykill sé sem bestur en hann er eina staðlaða kunnáttuprófið í stærðfræði fyrir grunnskóla á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Talnalykill lokaritgerð - 26. maí.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna