is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18464

Titill: 
  • Grjóthrun í Glymsgili: Möguleg hætta og orsakir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Augljós hætta stafar af grjóthruni í hinu djúpa og þrönga Glymsgili þegar ferðast er eftir botni þess. Að minnsta kosti einu sinni hefur fólk orðið fyrir mjög alvarlegum meiðslum vegna grjóthruns í gilinu. Hættan af grjóthruni er til staðar allt árið, en búast má við að tíðni grjóthruns sé mest á því tímabili sem frost er að fara úr jörðu. Við Glymsgil gerist það vanalega á tímabilinu frá því í mars og þar til snemma í júní. Rannsóknir á grjóthruni hafa einnig sýnt fram á að tíðni þess eykst á ný þegar næturfrosts fer að gæta á haustin. Sé rýnt í veðurfarið við Glymsgil má búast við að næturfrosts gæti þegar komið er fram í september. Hættan minnkar síðan þegar nær dregur áramótum þegar frost í jörðu eykst. Minnst er hættan á að grjóthrun verði yfir háveturinn og þar til vora tekur á ný. Við Glymsgil er það frá í desember og fram í febrúar.
    Hætta er á grjóthruni í öllu gilinu. Út frá jarðfræðilegum aðstæðum við Glymsgil er þó hægt að skipta gilinu í þrjú svæði þar sem búast má við mismikilli tíðni grjóthruns. Tilvist skriða við gilið, hæð gilveggjana og brotsár eftir grjóthrun í yfirborði þeirra voru notuð til tökstuðnings svæðaskiptinguna. Minnst er hættan næst gilsmynninu, en þegar komið er innar í gilið fer hættan vaxandi. Hættan er mest innst í gilinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Obvious rockfall hazard exists in the deep and narrow Glymsgil gorge. Rockfall in the gorge has at least once caused serious injuries to travellers at the bottom of it. The danger from rockfall persists all year long. The highest rockfall activity can be expected during spring while ice thaws from the ground. In the Glymsgil area, that usually happens during a period from Mars until early June. If a closer look is taken into the climate in the area, the air temperature starts to fall undir 0°C in September. That can induce higher rockfall activity while the activity can be expected to get lower as the water in the ground freezes over the wintertime. After that, during the coldest time of the year, rockfall activity can be expected to be at it´s minimum until spring. In the Glymsgil area, that period lasts from December until February.
    Danger from rockfall exsists everywhere in the gorge. However, from the geolocigal condition of the walls surrounding the Glymsgil gorge, the gorge can be classified into three zones where frequency of rockfall can be expected to be different. These geological conditions include the existense of rockfall screes, the height of the wall of the gorge and rockfall scars on the surface of the walls. The least hazardous part of the gorge is the outermost part of it, while the danger gets greater as one moves up the gorge. The innermost part of the gorge is the most hazardous.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - DFJ.pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna