is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18480

Titill: 
  • Viðhorf kvenna til verkjameðferða í fæðingu, áhrif á fæðingarreynslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vitað er að barnsfæðingum fylgja verkir en misjafnt er hvernig konur takast á við verki í fæðingu, hvaða þættir hafa áhrif á þær og hvaða áhrif fæðingarreynsla hefur á konur. Verkjum sem fylgja fæðingu hefur verið lýst sem einu versta birtingarformi verkja sem hægt er að upplifa. Barnshafandi konur eiga það sameiginlegt að hafa áhyggjur af verkjum sem fylgja fæðingu og hvernig þeim muni ganga að takast á við verkina þegar þeir koma fram.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða þætti sem hafa áhrif á viðhorf kvenna til verkjameðferða í fæðingu, sérstaklega tengsl sjálfsöryggis og verkjaupplifunar og hvaða þættir hafa áhrif á fæðingarreynslu kvenna. Um er að ræða fræðilega samantekt á niðurstöðum rannsókna og annarra tengdra heimilda um ofangreint efni.
    Niðurstöður samantektarinnar sýndu að fjölmargir þættir hafa áhrif á viðhorf kvenna til verkjameðferða í fæðingu, til dæmis tilfinningalegir, félagslegir, menningarlegir og huglægir þættir. Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að sjálfsöryggi kvenna gagnvart fæðingu og í ljós hefur komið að neikvætt samband er á milli verkja og sjálfsöryggis, það er konur með mikið sjálfsöryggi skynja verki öðruvísi og tjá minni verki en konur með lítið sjálfsöryggi. Jákvæð fyrri fæðingarreynsla er mikilvægasti áhrifaþátturinn á mótun sjálfsöryggis gagnvart fæðingu. Niðurstöður benda til þess að fjölbyrjur óttast síður verki sem fylgja fæðingu en frumbyrjur. Einnig kom í ljós að mæður hafa þörf fyrir að ræða fæðingarreynslu sína, verkjaupplifun í fæðingu og þá verkjameðferð sem þeim stendur til boða.
    Aukin vitneskja um viðhorf kvenna til verkjameðferða í fæðingu og áhrif á fæðingarreynsluna nýtist mörgum, meðal annars hjúkrunarfræðingum og öðrum umönnunaraðilum sem sinna nýbökuðum mæðrum eftir fæðingu, í heimaþjónustu og á heilsugæslustöðvum. Þeir þurfa að þekkja áhrifaþætti á viðhorf til verkjameðferða, hvaða afleiðingar neikvæð fæðingarreynsla getur haft fyrir móður. Þeir komast meðal annars að því með samtölum við mæður eftir fæðingu. Ef í ljós kemur erfið fæðingarreynsla þurfa umönnunaraðilar að bregðast við með viðeigandi hætti.
    Lykilorð: Verkjameðferð, fæðing, sjálfsöryggi, fæðingarreynsla

  • Útdráttur er á ensku

    It is common knowledge that women undergo pain during childbirth, but it varies how they cope with labor pain, what factors influence their experience, and what affect the experience of giving birth has on women. Labor pain has been described as one of the most severe pain a person can experience, and the one thing pregnant women have in common is their concern regarding such pain and how they will manage when it emerges.
    The objective of this literature review was to examine the factors that influence women’s attitude towards pain management during labor, in particular the relationship between self-efficacy and the experience of pain, and the factors that affect women’s experience of giving birth. This review is based on results from studies and other sources pertaining to the above area of focus.
    The conclusion from this review demonstrates the variety of factors that shape women‘s attitude towards pain management during labor such as emotional, social, cultural, and cognitive factors. By directing their attention to examine degrees of women’s self-efficacy, researchers have discovered a negative correlation between pain and self-efficacy that is women with strong sense of self-efficacy perceive pain differently and to a lesser degree than women unassertive of themselves. Previously affirmative experience of giving birth is the most important factor in building confidence when it comes to giving birth. In that, research suggests that multiparas fear labor pain less than primiparas. Research has also revealed that mothers have the need to discuss and share their experience of giving birth, their experience of pain while in labor, and their experience of the pain management offered to them.
    Increased insight into women‘s attitude towards pain management during labor and the affect it has on their childbirth experience benefits many, such as nurses and other caregivers whose role it is to attend to the care of new mothers after they have given birth; and as such care applies to and is extended to home care as well as health clinics. Caregivers need to know what factors influence women’s perception of pain management, and what consequences negative birth experience can have on a mother. The gathering of applicable information critical to the continuation of care should be done in the form of an interview with the mother as soon as it is appropriate after her recovery from having given birth. Should it be discovered, during the course of such an interview, that the mother’s childbirth experience was negative an appropriate measure of response should be taken by members of the care-team.
    Key words: pain management, childbirth, self-efficacy, birth experience

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf kvenna til verkjameðferða í fæðingu áhrif á fæðingarreynslu.pdf620.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna