is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18481

Titill: 
  • Meðferð við þunglyndi barna og unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þunglyndi er lyndisröskun sem einkennist af geðlægð. Það hefur mikil áhrif á líf einstaklinga og virkni. Síðustu ár hefur umræðan um þunglyndi barna og unglinga færst í aukana en lengi var talið að börn og unglingar gætu ekki verið þunglynd. Því fyrr sem gripið er inn í með meðferð því betri eru batahorfur svo að mikilvægt er að greina og meðhöndla þunglyndi eins fljótt og hægt er. Þunglyndi ágerist yfirleitt með aldri og getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér eins og sjálfsvíg. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að gera grein fyrir hvaða meðferð er notuð nú á dögum til meðhöndlunar á þunglyndi barna og unglinga og gera grein fyrir hvaða meðferð hefur sýnt fram á gagnsemi sína með rannsóknum.
    Leitað var að heimildum á Pubmed, ScienceDirect, Google scholar, Gegnir.is og einnig í heimildaskrá þeirra heimilda sem fundust. Það sem kom í ljós var að sálfélagsleg meðferð ætti að vera fyrsta meðferð við vægu til meðalalvarlegu þunglyndi barna og unglinga en ef það gagnast ekki er mælt með að hefja lyfjameðferð samhliða meðferð af sálfélagslegum toga. Þegar um alvarlegt þunglyndi er að ræða er sálfélagsleg meðferð yfirleitt ekki notuð ein og sér og þarf því að hefja lyfjameðferð um leið. Sálfélagsleg meðferð getur verið margs konar. Sú meðferð sem valin er fer eftir hverju tilfelli fyrir sig og farið verður nánar út í mismunandi sálfélagslega meðferð sem í boði er fyrir börn og unglinga.
    Lykilorð: Þunglyndi, börn, unglingar, meðferð

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Elísabet Ester og Ingibjörg.pdf488.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna