is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18490

Titill: 
  • Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun á leikskólum: Rannsókn á áhrif innleiðingar vorið 2014
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (school-wide positive behavior support) er hegðunarstjórnunarkerfi sem byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum sem auka æskilega hegðun frekar en að bregðast við óæskilegri hegðun eins og algengast er. Mælingar með beinu áhorfi fóru fram á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem fylgst var með hegðun og samskiptum 70 leikskólabarna og 16 starfsmanna í samverustund, hádegismat, fataklefa, nónhressingu og í frjálsum leik. Niðurstöður sýndu að aðferðir PBS eru ekki nægilega notaðar innan leikskólans. Skýr fyrirmæli og jákvæður stuðningur við æskilega hegðun mældust sjaldan. Starfsmenn virðast bregðast rétt við óæskilegri hegðun með því að hunsa hana en nýta þó ekki tækifæri til að leiðrétta hegðun (RED). Spurning er hvort þörf sé á frekari handleiðslu sérfræðings eða annarskonar mælingaraðferðum. Þessar mælingar eru partur af stærri rannsókn sem er enn í gangi.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arabella Eydis Axel og Gísli-LOKAÐ.pdf889.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna