is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18506

Titill: 
  • Réttmætisathugun á Smábarnalistanum með samanburði við WPPSI-R
  • Titill er á ensku Criterion-related validity of the Toddler Development Inventory: A comparison with WPPSI-R
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Greining þroskafrávika er mikilvæg undirstaða þess að hægt sé að veita börnum með þroskafrávik aðstoð eins snemma á ævinni og mögulegt er. Fagmenn hafa á undanförnum árum reitt sig í auknum mæli á mat foreldra í þessum tilgangi, þar sem fyrirlagnir prófa eru tímafrekar og kostnaðarsamar og matslistar fyrir foreldra því hagkvæmur kostur. Til að réttlæta notkun upplýsinga frá foreldrum í þroskamati er nauðsynlegt að staðfesta réttmæti þeirra. Í rannsókninni svöruðu foreldrar 50 barna á aldrinum 35-38 mánaða Smábarnalistanum. Listinn er staðlaður á Íslandi og í honum eru 144 staðhæfingar um mál- og hreyfiþroska barna á aldrinum 15-38 mánaða. Átta undirpróf WPPSI-RIS og eitt undirpróf McCarthy þroskaprófsins voru í kjölfarið lögð fyrir börnin á leikskólum þeirra. Svör mæðra og feðra voru borin saman við niðurstöður úr einstaklingsprófunum auk þess sem samanburður var gerður á mati mæðra og feðra. Mat mæðra á þroska barna sinna er að meðaltali hærra en mat feðra á þroska barnanna. Marktækur munur var á mati mæðra og feðra á undirprófinu Tal (t = 2,15 , p = 0,04). Samræmi í mati foreldranna var miðlungs eða gott (frá r = 0,53 til r = 0,64). Fylgni milli mats foreldra og einstaklingsprófa var í ágætu samræmi við það sem búist var við, en samleitin fylgni var betri hjá feðrum en mæðrum og sundurgreinandi fylgni var betri hjá mæðrum en feðrum. Gerður var samanburður með pöruðu t-prófi á meðaltölum WPPSI-RIS og meðaltölum mæðra á Smábarnalistanum annars vegar, og meðaltölum feðra á Smábarnalistanum hins vegar. Marktækur munur var á mati mæðra á Fínhreyfingum og undirprófinu Myndflötum á WPPSI-RIS (t = -2,01, p = 0,05). Marktækur munur var á mati feðra á Fínhreyfingum og einstaklingsprófunum Hlutaröðun (t = 2,5, p = 0,02) og Litaflötum (t = 2,6, p = 0,02). Í heildina virðast mæður og feður meta börn sín á svipaðan hátt, svo eðlilegt væri að feður tækju þátt til jafns við mæður í mati á þroska barna þeirra. Til að hægt sé að gera það með góðu móti væri gott fyrsta skref að útbúa sérstök norm fyrir feður á Smábarnalistanum.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttmætisathugun á Smábarnalistanum.pdf582.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna