is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18513

Titill: 
  • Skólahöfnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er fræðileg samantekt um geðræna líðan barna og unglinga og tengsl geðrænna vandamála við óleyfilegar fjarvistir frá skóla. Fjallað er um skólahöfnun (e. school refusal), orsakir og afleiðingar og ýmis meðferðarúrræði henni tengd, til að mynda hugræna atferlismeðferð og lyfjameðferð. Skólahöfnun er safnhugtak yfir ástæður þess að börn vilja ekki fara í skólann, svo sem aðskilnaðarkvíða og skólafælni. Komið er inn á forvarnir í grunnskólum, almenna heilsueflingu barna og unglinga og geðhjúkrun barna og unglinga. Við heimildaleit var að mestu notast við gagnasöfnin EbscoHost, Fræðasetur Google, Pubmed, Proquest, Scopus og Web of Science.
    Niðurstöður rannsókna sýna að skólahöfnun er alþjóðlegt vandamál sem gerir yfirleitt vart við sig á barnsaldri. Skólahöfnun er eitt af elstu vandamálum sem klínískir barnasálfræðingar hafa fengist við í gegnum tíðina. Tíðni vandamálsins er 1-2% barna á skólaaldri. Flest börn og unglingar sem þjást af skólahöfnun eiga einnig við önnur undirliggjandi geðræn vandamál að stríða, svo sem aðskilnaðarkvíða eða þunglyndi. Tilfellum skólahöfnunar fer fjölgandi, sem og tilfellum geðlyfjanotkunar barna. Einnig fjölgar þeim börnum sem fá greiningar vegna hegðunarvandamála, sem getur verið undirliggjandi orsök skólahöfnunar.
    Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk skóla hafi þekkingu og kunnáttu til að greina og bregðast við skólahöfnun því eitt af lykilatriðum meðferðar við slíku vandamáli er að bregðast rétt og hratt við. Einnig er þörf á að foreldrar þekki einkenni skólahöfnunar, bæði vegna þess hversu hratt tilfellum fjölgar og hversu hratt vandamálið vindur upp á sig.
    Lykilorð: Skólahöfnun, geðheilsa, geðræn vandamál, þunglyndi, kvíði, börn, unglingar, hjúkrun, heilsuefling, forvarnir og vandamál í skóla.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skólahöfnun.pdf348.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna