is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18515

Titill: 
  • Skaðminnkun vímuefnastefnu. Samanburður á stefnu Hollands, Portúgal og Kanada
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Skaðaminnkun er nálgun við fólk sem á við erfiðan vímuefnasjúkdóm að stríða og hefur verið notuð til að minnka þann skaða sem vímuefnaneysla hefur í för með sér, með reyndum árangri.
    Nálgunin felur í sér að draga úr þeim heilsufarslega, fjárhagslega og félagslega skaða sem hægt er að fyrirbyggja. Þáttur í því er að beita aðgerðum sem minnka líkur á því að þeir einstaklingar sem neyta ólöglegra vímuefna fái á sig neikvæðan stimpil. Með skaðaminnkandi nálgun er litið á vímuefnasjúkdóm sem viðfangsefni heilbrigðiskerfisins og að þar með sé þörf á því að endurskoða viðurlagapólitík stjórnvalda þegar kemur að minniháttar vímuefnabrotum. Með minniháttar brotum er átt við t.d. meðferð eða vörslu lítilla neysluskammta einstaklinga sem haldnir eru vímuefnasjúkdómi.
    Tilgangur fræðilegu úttektarinnar er að skoða þætti í skaðaminnkandi vímuefnastefnu stjórnvalda og skoða hvaða margskonar áhrif stefna stjórnvalda getur haft á einstakling og samfélagið í heild.
    Í ritgerðinni verða auk þess bornar saman mismunandi leiðir til að móta stefnu í vímuefnamálum og síðan fjallað um hvaða árangri þær hafa skilað í þeim þremur löndum sem tekin eru til skoðunar. Í umræðukafla verður leitast við að varpa ljósi á orðræðu fjölmiðla og stjórnmálamanna að undanförnu um skaðaminnkun á Íslandi og hvernig sú umræða hefur áhrif á löggjöf og viðhorf stjórnvalda á Íslandi.
    Í ályktunarkafla er síðan velt upp spurningum um framtíðarsýn skaðaminnkunar sem hugmyndafræði á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    Harm reduction is an evidence based approach for people dealing with a severe substance abuse disease and has been used to reduce the harm substance abuse can cause.
    The approach has been shown to reduce foreseeable harm related to health, economical and social status of drug users. Harm reduction approach includes, among other, reducing stigma associated with illegal drug use. Substance abuse disease is viewed as an assignment for the healthcare system and a need to reevaluate penalty politics of government, in relation to small drug related offense is seen as imperative. Small drug related offense refers to drug possession for personal use and drug usage of people with a substance abuse disease.
    The aim of this review is to examine the emphasis of the authorities on harm reduction regulations, and look into the various effects governmental regulations can have on individuals and society as a whole.
    In addition, this final thesis will compare variable ways of forming drug addiction policies in three countries and what results they have achieved.
    In the discussion chapter light will be shed on current discourse of media and politicians in Iceland on harm reduction and how the discussion can affect legislation and position of authorities.
    In conclusion, questions about the future of harm reduction as an ideology in Iceland are raised.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18515


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skaðaminnkun vímuefnastefnu -lokaskil.pdf484.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna