is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18538

Titill: 
  • Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tíðni svefnvanda hjá íslenskum börnum með ADHD og hvers kyns svefnvandi væri helst til staðar hjá þessum hópi barna. Áætlað er að 20%-50% barna og unglinga með ADHD eigi við svefnvandamál að stríða en dæmi um einkenni sem teljast til svefnvanda eru svefnleysi, dagssyfja, slitróttur svefn, fótaóeirð á næturnar og öndunartruflanir í svefni. Svefnraskanir sem valda skerðingu á svefni, truflunum í svefni eða mikilli dagssyfju geta leitt til eða ýtt undir vandamál tengdum athygli, hegðun og líðan. Rannsóknin var unnin í samvinnu við ADHD samtökin og voru þátttakendur í rannsókninni foreldrar 109 barna á aldrinum 4 – 10 ára sem greind hafa verið ADHD. Kynjahlutfall barnanna reyndist vera 82 strákar og 27 stelpur, sem er nokkurnveginn í samræmi við kynjahlutföll ADHD á Íslandi. Notast var við Ofvirknikvarðann og Spurningalista um svefnvenjur barna. Helstu niðurstöður voru þær að af 109 börnum voru 88 (81%) börn sem fengu 41 stig eða fleiri á CSHQ og voru því yfir klínískum mörkum fyrir svefnvanda. Ekki reyndist marktækur munur á heildarstigafjölda CSHQ eftir kyni eða aldri barns. Hlutfallslega virðist vera mestur vandi þegar kemur að undirþáttunum Að falla í svefn, Svefnlengd og Svefnkvíði. Miðlungs jákvæð fylgni reyndist vera á milli þess að fá hátt meðaltal á Ofvirknikvarðanum og þess að fá hátt meðaltal á CSHQ. Niðurstöður þessarar rannsóknar ýta undir mikilvægi þess að skoða svefnvanda hjá íslenskum börnum með ADHD enn frekar.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD.pdf739.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna