is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18540

Titill: 
  • Fjölskylduvæn ferðaþjónusta. Staða Reykjanesbæjar
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta er ein af umfangsmestu atvinnugreinum heims og með bættum efnahag eru alltaf fleiri og fleiri sem hafa tækifæri til að ferðast. Algengt er að fólk ferðist með fjölskyldum sínum. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða stöðu fjölskylduvænnar ferðaþjónustu í Reykjanesbæ og sjá hver framtíðarsýn hagsmunaðila væri. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að sveitarfélagið sjálft hefur staðið sig vel í uppbyggingu fjölskylduvænnar ferðaþjónustu og getur talist fjölskylduvænn bær út frá ferðamennsku sjónarmiði. Aðrir ferðaþjónustuaðilar gefa sig ekki út fyrir að vera fjölskylduvænir þó að þeir geti tekið á móti börnum. Framtíðarsýnin er sú að ferðaþjónusta getur orðið lyftstöng í atvinnumálum Reykjanesbæjar. Ferðaþjónustuaðilar ættu svo að einbeita sér að því að afmarka sig betur og aðlaga að færri markhópum. Vonir standa til að Reykjanes jarðvangur geti orðið aðdráttafl fyrir fjölskyldur að koma og upplifa Reykjanesbæ og Reykjanesið allt. Helstu vandamál sem gætu komið í veg fyrir frekari uppbyggingu er takmarkaður aðgangur að fjármagni.
    Lykilorð: Uppbygging áfangastaða, aðdráttaröfl, fjölskylduvæn ferðaþjónusta, börn.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Dagmar.pdf366.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna