is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18546

Titill: 
  • Próffræðileg athugun á íslenskri gerð ASEBA mats- og skimunarlistunum fyrir fólk 60 ára og eldra. Forathugun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari afturvirku þversniðsrannsókn voru skoðaðir próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar tveggja staðlaðra ASEBA matslista; sjálfsmat (OASR) og mat annarra (OABCL). Listarnir meta aðlögunarfærni, styrk- og veikleika fólks 60 ára og eldra. Rannsóknarþýðið (n = 74) var fólk 60 ára og eldra í dagdvöl 1-5 daga í viku á landsbyggðinni (daggestir). Þátttökuhlutfall var 55% (n = 41), meðalaldur 83 ár. Vandamenn og starfsmenn svöruðu OABCL. Fyrir OASR og OABCL var skoðað samræmi ólíkra matsmanna, innri áreiðanleiki og endurprófunaráreiðanleiki svo og samleitni- og aðgreiningarréttmæti fyrir þrjá heilkennaþætti: Kvíða/þunglyndi, Vitrænan vanda og Skerta færni með því að bera þá saman við frammistöðu á hliðstæðum skimunartækjum, MMSE, GDS og IADL. Borinn var saman fjöldi þátttakenda sem náði klínískum mörkum fyrir vitræna skerðingu og þunglyndi út frá OASR og OABCL og MMSE og GDS. Daggestir, vandamenn og starfsmenn mátu styrk- og erfiðleika á ólíkan hátt. Innri áreiðanleiki OASR og OABCL var almennt góður. Endurprófunaráreiðanleiki var góður á OABCL fyrir starfsmenn. Samræmi var í fjölda sem greindust með klínískan vanda á Kvíða/þunglyndi á OASR og OABCL vandamenn og GDS en ekki við OABCL starfsmenn. Ekki var samræmi milli fjölda með klínískan vanda fyrir Vitrænan vanda á OASR og OABCL og MMSE. Megin niðurstöður eru að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu voru misgóðir og frekari rannsókna er þörf. Listarnir eru áreiðanlegir en bara réttmætir að hluta. Niðurstöður styðja mikilvægi þess að hafa íslensk norm og að afla gagna hjá ólíkum upplýsingagjöfum.
    Lykilorð: Aldraðir, skimunartæki, ASEBA, OASR, OABCL, áreiðanleiki, réttmæti

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ASEBA_Skemman_30_5_2014_.pdf766.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna