is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18547

Titill: 
  • „Undir yfirskini hannyrða.“ Þróun saumaklúbba á Íslandi á 20. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni er að leita svara við því hvernig það kom til að konur stofnuðu til saumaklúbba á 20. öld. Í framhaldinu er reynt að komast að hvaða tilgangi saumaklúbbar þjónuðu í lífi kvenna og hver upplifun þeirra var af félagsskapnum. Dregin er upp heildarmynd af umfjöllunarefninu út frá heimildum sem fyrir liggja. Heimildir sem notaðar eru við rannsóknina eru eigindleg viðtöl, spurningaskrár þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands, bækur, tímarit og dagblöð. Í ritgerðinni er kappkostað að skýra nánar félagsformið saumaklúbbur og þróun þess á 20. öld hér á landi.
    Efni er hlutað niður í þrjá meginkafla, auk inngangs og lokaorða. Í inngangi er rætt um hugtök, aðferðir, kenningar og helstu rannsóknir sem stuðst er við í greiningu viðfangsefnisins. Í fyrsta kaflanum er rætt um upphaf, mótun og þróun saumaklúbba hérlendis. Í öðrum kaflanum er rætt um félagsformið, vináttuna og upplifun kvenna af félagsskapnum. Í þriðja og síðasta kaflanum er rætt um hefðir, afþreyingu, handavinnuna og veitingarnar í saumaklúbbum og í framhaldinu eru saumaklúbbar skoðaðir með tilliti til dulbúinna skilaboða í kvennamenningu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að til saumaklúbba hafi verið stofnað til að styrkja vináttubönd og viðhalda tengslum. Saumaklúbbar voru mikilvægur vettvangur fyrir konur til að hittast og ráða saman ráðum sínum, þótt þær saumuðu lítið eða prjónuðu. Meginkjarni félagsformsins snýst um áralanga vináttu, sterkt trúnaðarsamband, stuðningsnet og ánægjulega samveru kvenna í afslöppuðum og frjálsum félagsskap meðal kynsystra sinna.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undir yfirskini hannyrða_ Þróun saumaklúbba á Íslandi á 20 öld_Íris Hlín Heiðarsdóttir .pdf862.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna