is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18562

Titill: 
  • Hógværð og hugrekki. Um birtingarmyndir kven- og karlhetja í völdum ævintýrum Jóns Árnasonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðastliðna áratugi hafa fræðimenn sem beitt hafa femínískri greiningaraðferð á klassísk ævintýri bent á að mikill munur sé á birtingarmynd kven- og karlhetja og halli heldur á hlut þeirra sem eru af kvenkyni. Helst sú umræða í hendur við vakningu þá sem orðið hefur í kvenna- og jafnréttisbaráttu almennt. Bent hefur verið á að kvenhetjan sé fyrst og fremst hógvær og hlýðin, og að hennar helsti kostur og aðalhlutverk sé að skarta fegurð sinni. Karlhetjan sé hins vegar hugrökk og framhleypin, hafi meira til málanna að leggja og fari frjáls ferða sinna, á meðan kvenhetjan situr heima.
    Karlafræði er ört vaxandi grein innan kynjafræðinnar og hefur út frá þeim fræðum verið vakin athygli á því að karlkyns staðalmyndir séu ekki síður skaðlegar en staðalmyndir kvenna, og að þær kröfur sem gerðar eru til beggja kynja séu oft á tíðum óraunhæfar.
    Athygli fyrri fræðimanna hefur fyrst og fremst beinst að ævintýrum eins og þeim sem finna má í safni Grimmsbræðra en í þeirri rannsókn sem hér er gerð verða íslensk ævintýri úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar tekin fyrir og þau rannsökuð út frá hugmyndum kynjafræðinnar. Rannsóknin leiddi í ljós að munur er vissulega á hegðun og orðræðu kven- og karlhetja. Sé hins vegar tekið tillit til nýlegra hugtaka karlafræðinnar má sjá að birtingarmynd karlhetjunnar ýtir einnig undir neikvæðar staðalmyndir karla og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hógværð og hugrekki; Um birtingarmyndir kven- og karlhetja í völdum ævintýrum Jóns Árnasonar.pdf634.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna