is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18583

Titill: 
  • Hugræn atferlismeðferð við kvíða hjá börnum á einhverfurófi. Safngreining út frá kvíðagreiningum
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Safngreiningar hafa sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð (HAM) virkar við kvíða hjá við börnum á einhverfurófi. Í flestum þessara rannsókna er hins vegar ekki verið að meðhöndla eina ákveðna kvíðaröskun heldur margar kvíðaraskanir saman. Það veldur þeim vanda að erfitt er að vita hvort meðferð er að virka á eina kvíðaröskun eða fleiri. Ekki er heldur ljóst hvort börnin í þessum rannsóknum séu dæmigerð fyrir börn á einhverfurófi og þar með að hvaða marki hægt er að alhæfa niðurstöðurnar almennt yfir á börn á einhverfurófi með kvíða. Markmið þessarar safngreiningar var að skoða hvað einkennir þau börn á einhverfurófi sem hafa tekið þátt í rannsóknum á HAM (kyn, einhverfurófs- og kvíðagreiningar). Einnig var skoðað hvernig hlutföll kvíðaraskana tengjast árangri meðferðar og er þessi safngreining er sú fyrsta til að skoða tengsl á milli kvíðagreininga og útkomu hjá börnum á einhverfurófi með kvíða. Drengir voru 79% þátttakenda sem er mjög nálægt viðmiðinu 80-83% sem er oftast nefnt sem kynjahlutfall í einhverfurófsröskunum. Hlutfall barna með gagntæka þroskaröskun, ótilgreinda var óvenjulágt. Hlutfall barna með félagsfælni, almenna kvíðaröskun og aðskilnaðarkvíða var óvenjuhátt. Þetta veldur vanda við að alhæfa niðurstöður almennt yfir á börn á einhverfurófi með kvíða. Líkur á svörun við HAM voru tengd hlutfalli almennrar kvíðaröskunar og meðalaldri þátttakenda, þar sem hærri aldur og aukið hlutfall almennrar kvíðaröskunar tengdist verri svörun. Líkur á svörun við meðferð tengjast hlutfalli almennrar kvíðaröskunar og meðalaldri þar sem aukið hlutfall almennrar kvíðaröskun og hærri meðaldur minnkar líkur á svörun. Þrjú líkön tengdust áhrifastærð: Líkan áráttu- og þráhyggjuröskunar, líkan aðskilnaðarkvíða með einhverfugreiningu og líkan almennrar kvíðaröskunar og aðskilnaðarkvíða. Í líkani áráttu- og þráhyggjuröskunar og aðskilnaðarkvíða með einhverfugreiningu tengdist aukið hlutfall þessara raskana hærri áhrifastærð. Í líkani almennrar kvíðaröskunar og aðskilnaðarkvíða var aukið hlutfall barna með aðskilnaðarkvíða tengt hærri áhrifastæri en aukið hlutfall almennrar kvíðröskunar tengdist lægri áhrifastærð. Í ljósi þess og því að börnin eru ekki dæmigerð fyrir börn á einhverfurófi með kvíða er vafasamt að álykta að HAM virki almennt við kvíðaröskunum hjá börnum á einhverfurófinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Meta-analysis has shown that cognitive behavioral therapy (CBT) is effective in reducing anxiety in children with autism spectrum disorders (ASD). These CBT-trials generally do not treat one specific anxiety disorder, causing the problem that it is difficult to determine whether a specific anxiety disorder in children with ASD responds to treatment. Also, it is not clear whether participants in the trials are typical for children with ASD and anxiety and, thus, to what extent the result can be generalized. The purpose of this meta-analysis was to examine what characterizes the children (gender, ASD-diagnosis, anxiety-diagnosis) that take part in CBT trials for children with anxiety and ASD. Futhermore, relationship between ratio of anxiety-diagnoses and results of these trials was examined. This meta-analysis is the first to examine the relationship between the anxiety diagnosis and outcome in CBT for anxiety in children with ASD.
    Boys were 79% of participants which is in line with the generally accepted ratio 80-83% in general population of ASD. The ratio of children with PDD-NOS was unusually low. The ratio of children with social phobia, general anxiety disorder (GAD) and seperation anxiety (SAD) was unusually high. This causes problems in generalizing result to a general population of children with ASD and anxiety. Probability of responding to treatment was found be associated with ratio of GAD and average age of the participants, where higher age and more children with GAD predicted fewer responders. Three models were associated with effect size: OCD-model, a model of SAD with autism diagnosis (AD) and a model with both GAD & SAD. In both the OCD model and SAD with AD the higher ratio of these diagnosis where linked to higher effect size. In the GAD & SAD model higher ratio of children with SAD was associated with higher effect but higher ratio of GAD was associated with negative or low effect. It seems that GAD can partly be associated with worse outcome in these trial. When taking that in account as well as the fact the participants are not typical of children with ASD and anxiety it is doubtful to conclude that these trials show that CBT is generally effective in treating anxiety disorders in children with ASD.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HAM_vid_kvida_hja_ASD.pdf990.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna