is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18587

Titill: 
  • Viðhorf Íslendinga til ætlaðs samþykkis við líffæragjafir
  • Titill er á ensku Public Attitudes Towards Presumed Consent in Organ Donation in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Líffæraígræðsla er oft eina úrræðið fyrir sjúklinga sem eru með líffærabilun á lokastigi. Líffæragjafir hafa talsvert verið til umfjöllunar síðustu misseri, aðallega af tveimur ástæðum: Annars vegar vegna viðvarandi skorts á líffærum til ígræðslu og hins vegar vegna hugmynda um breytingar á þeim lagaramma sem gilt hefur um þessar aðgerðir. Hér á landi er ætluð neitun en fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að breyta lögum úr ætlaðri neitun í ætlað samþykki og er lagt til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2015.
    Tilgangur: Tilgangurinn var að kanna viðhorf íslensku þjóðarinnar til ætlaðs samþykkis við líffæragjafir. Auk þess var skoðað hversu stór hluti Íslendinga var skráður líffæragjafi, hversu mikill áhugi var á því að gerast slíkur og hversu stór hluti vildi gefa líffæri eftir andlát.
    Aðferð: Lýsandi þversniðsrannsókn með fyrirlögn spurningalista. Þýði rannsóknarinnar voru Íslendingar 18 ára og eldri af öllu landinu og á póstlista hjá Capacent Gallup. Í úrtakinu lentu 1400 manns og var svarhlutfall 62,9% (880 svör).
    Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að meirihluti Íslendinga er hlynntur lögum um ætlað samþykki (rúmlega 80%). Konur voru frekar líklegri til að vera hlynntar ætluðu samþykki en karlar, 84,7% á móti 76,1%. Karlar voru helmingi líklegri til að vera annað hvort hlutlausir eða andvígir. Þeir sem voru yngri voru líklegri til að vera hlynntir lögunum en ekki reyndist vera marktækur munur á tekjum, búsetu og menntun og viðhorfi til ætlaðs samþykkis. Skráðir líffæragjafar voru 44 talsins (um 5%) og af þeim voru 29 konur.
    Ályktun: Almennt eru Íslendingar hlynntir löggjöf um ætlað samþykki en nokkur munur er á viðhorfi til ætlaðs samþykkis og kyns, aldurs, hvort Íslendingar þekki einhvern sem hefur þegið líffæri og hvort þeir vilji skrá sig sem líffæragjafar. Meirihluti Íslendinga vill gefa líffæri en þó er aðeins lítill hluti búinn að skrá sig sem líffæragjafa. Líklegra er að aðstandendur samþykki að gefa líffæri ef skýr ósk tilvonandi gjafa liggur fyrir.
    Lykilorð: Líffæragjöf, líffæraígræðsla, ætlað samþykki, ætluð neitun

  • Background: Organ transplant is often the only viable treatment for patients with end-stage organ failure. Organ donation has recently been in the news in Iceland – mainly for two reasons: The continuous shortage of donor organs and proposal for legislative changes regarding these procedures. Until now, Icelandic legislation has required informed consent for organ donors, but a new parliamentary bill has been put forth to change the laws to presumed consent, no later than January 1st 2015.
    Purpose: The goal was to investigate the attitude of the Icelandic population towards legislative changes to presumed consent. Also to ascertain the percentage of Icelanders that are registered donors, how many are interested in becoming one, and how many would be willing to donate their organs after death.
    Method: Descriptive cross-sectional study using a questionnaire. The study population included all Icelanders, 18 years and older. The sample involved 14,000 persons randomly selected from a Capacent Gallup mailing-list. The response rate was 62.9% or 880 answers.
    Results: The majority of Icelanders are in favour of the proposed legislative change (more than 80%). Women were more likely to support presumed consent than man, 84.7% versus 76.1% respectively. Men were subsequently much more likely to be either neutral or against. Younger participants were more likely to be positive towards the new law, but no significant difference was found in attitude by family income, demographics or education. Only 5% of participants were currently registered organ donors – 29 women and 15 men.
    Conclusion: Icelanders are very positive towards changing the law to include presumed consent. Younger people tended to be more in favour and similarly those that know someone that has received donated organs. A vast majority of responders are willing to donate their organs, which is in stark contrast with how few have actually taken the step to register as donors.
    Key words: Organ donation and transplantation, presumed or informed consent.

Styrktaraðili: 
  • Actavis, Lyfja, Fjölval og Öryggismiðstöðin
Athugasemdir: 
  • Læst til 1.5.2015
Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistarastykkið mitt (Karen) loka.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna