is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18597

Titill: 
  • Hún var mjög hláturgjörn: Kven- og karlhetjur í ævintýrinu ATU 327A
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ævintýrum takast hetjur á við ýmsar þrautir og uppskera að lokum ríkuleg laun. Misjafnt getur þó verið hvernig þær bregðast við hættunni; sumar eru aðgerðalitlar en aðrar útsjónasamar og hugrakkar. Í þessari ritgerð er fjallað um birtingarmynd kven- og karlhetja í ævintýrinu ATU 327A (Hans og Grétu) með áherslu á kvenhetjuna. Unnið var innan eigindlegrar rannsóknarhefðar og viðfangsefnið skoðað út frá sjónarhorni femínískrar túlkunarfræði. Fjórtán tilbrigði sem til eru hér á landi af þessari gerð voru rannsökuð: fjórar sögur úr safni Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1954-1961), sex sögur úr handritum Einars Ól. Sveinssonar, ein saga úr Skaftfellskum þjóðsögum og sögnum (2009) og þrjár sögur úr bók Rósu Þorsteinsdóttur, Sagan upp á hvern mann (2011). Einnig voru til samanburðar tekin fyrir nítján erlend tilbrigði sem valin voru af handahófi, bæði frá Skandinavíu og annars staðar úr Evrópu til þess að gefa víðtækari mynd af hlutverkum kven- og karlhetja. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á kvenhetjuna sérstaklega, samspil hennar við karlhetjuna og sjá hvor þeirra væri virkari. Einnig var athugað hvort greina mætti svæðisbundinn mun á kvenhetju ATU 327A og í hverju sá munur fælist. Rannsóknin hefur leitt í ljós að ævintýragerðin ATU 327A er mjög fjölbreytt og breytileg eftir menningarsvæðum og geta áherslur verið ólíkar hvað varðar hlutverk kven- og karlhetja. Áberandi er hversu líkar sögur einkenna sagnahefð svipaðra menningarsvæða, samanber Ísland og Skandinavíu, þar sem sögurnar hafa að geyma áþekk minni og álíka áherslur, bæði hvað varðar hlutverk söguhetjanna og atburðarás. Þegar á heildina er litið eru kvenhetjur sagnanna allt frá því að vera aðgerðarlitlar yfir í að vera virkar, sterkar og leiðandi í sögunni.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Stella L´orange.pdf1.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna