is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18598

Titill: 
  • Fjölskylduhjúkrun á Barnaspítala Hringsins: Upplifaður stuðningur mæðra og ánægja með heilbrigðisþjónustuna
  • Titill er á ensku Family nursing at Children's Hospital: Experiences of mothers in the Children's Hospital of support and education and their satisfaction with health care service
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar fjölskylduhjúkrun var innleidd á LSH var það gert í anda stefnu spítalans að hafa sjúklinginn í fyrirrúmi og svo í samræmi við sýn og stefnu hjúkrunar um að efla samstarf við sjúklinga og fjölskyldur þeirra í meðferð og ákvarðanatöku. Markmiðið með þessari innleiðingu var að bæta gæði hjúkrunar og efla samstarf við sjúklinginn og fjölskyldu hans.
    Sjúkrahúsinnlagnir barna, hvort sem þær eru skipulagðar eða óvæntar, valda álagi í fjölskyldum og þá sérstaklega á foreldrana. Með innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á Barnaspítala Hringsins (BH) sem fellst í stuttum meðferðarsamræðum og byggir á hugmyndafræði Calgary-fjölskylduhjúkrunar, var markmiðið að auka gæði hjúkrunar við börn og fjölskyldur þeirra.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna upplifun mæðra á BH af stuðningi og fræðslu frá hjúkrunarfræðingum auk þess að kanna upplifun þeirra af fjölskylduvirkni og ánægju þeirra með heilbrigðisþjónustuna á BH.
    Rannsóknarsniðið er lýsandi þverskurðarsnið. Þátttakendur voru hentugleikaúrtak foreldra 123 barna sem fengu heilbrigðisþjónustu á BH. Svörun var 49% (N=60). Í þessari rannsókn verða aðeins skoðuð svör frá mæðrum 46% (n=56). Við gagnaúrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði og t-próf.
    Foreldrarnir svöruðu þremur spurningalistum um: stuðning og fræðslu hjúkrunarfræðinga við fjölskyldur, fjölskylduvirkni og ánægju með heilbrigðisþjónustuna.
    Helstu niðurstöður voru þær að mæður sem áttu barn með langvinna sjúkdóma upplifðu marktækt meiri hugrænan og heildar stuðning. Þær mæður sem áttu sjálfar við alvarleg veikindi að stríða eða einhver annar í fjölskyldunni, upplifðu marktækt minni tilfinningalegan stuðning og heildarstuðning. Þær mæður sem töldu sig hafa fengið fræðslu um sjúkdóm barnsins upplifðu marktækt meiri hugrænan stuðning, tilfinningalegan stuðning og heildarstuðning en þær mæður sem ekki töldu sig hafa fengið fræðslu. Mæður barna sem hvorki taka lyf reglulega né hafa þau legið á spítala áður upplifðu marktækt meiri ánægju með þær upplýsingar sem þær fengu varðandi sjúkdóm barnsins og meðferðina við honum en mæður barna sem taka inn lyf reglulega og hafa legið á spítala áður.
    Þessar rannsóknarniðurstöður gefa hjúkrunarfræðingum á barnasviði tilefni til að álykta að fræðsla til mæðra/foreldra barna á spítalanum hafi áhrif á og bæti upplifun þeirra af stuðningi og hafi einnig áhrif á mat þeirra á ánægju með heilbrigðisþjónsutu.
    Lykilorð: Foreldrar, börn, sjúkrahúsinnlögn, barnahjúkrun, fjölskylduhjúkrun, fjölskyldustuðningur, fjölskylduvirkni og ánægja með heilbrigðisþjónustuna.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir.pdf3.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna