is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18601

Titill: 
  • „Sumar hefðir eru skemmtilegar og gaman að virða þær, en aðrar kannski börn síns tíma.“ Þróun brúðkaupshefða í gegnum aldirnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari BA ritgerð í þjóðfræði er fjallað um þróun brúðkaupa í gegnum aldirnar frá Eddukvæðum til samtímans. Skoðað er hvernig hefðir tengdar brúðkaupum breytast með breyttu umhverfi og í gegnum tímans tönn. Rætt verður um brúðkaupshefðir í dag og birtingarmyndir þeirra ræddar.
    Byrjað er á því að skilgreina hugtökin sem tengjast brúðkaupum og brúðkaupsveislum. Byrjað er að tala um hátíð og hvers vegna við höldum hátíðir og hvaða þýðingu þær hafa í lífi fólks. Eftir það verður fjallað um helgisið sem er kjarni hátíða og spilar stórt hlutverk í brúðkaupshefðum. Öðrum hugtökum, eins og vígsluathafnir (e. rites of passage) og jaðartími (e. liminality), verður gert skil ásamt skilgreiningu á hópum og samkennd (e. communitas). Í lokin verða skoðaðar mismunandi birtingarmyndir hefða og hvaða merkingu þær hafa fyrir hópa.
    Notast var við ritaðar heimildir við skrif á köflum um brúðkaupshefðir fram til 20. aldar. Eftir það var notast við svör við spurningaskrám þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins númer 79 og 103 sem fjalla báðar um trúlofun og giftingar. Við umfjöllun á brúðkaupshefðum í samtímanum verður notast við fjögur viðtöl sem ég tók fyrir þessa rannsókn við einstaklinga fædda frá árinu 1988 til 1979 sem giftu sig á 21. öldinni.
    Helstu niðurstöður voru þær að umhverfið hefur áhrif á líftíma hefða og brúðkaupsveislur á Íslandi fóru frá hápunkti hefða og veislugleði á miðöldum til ákveðins hefðarleysis og afneitunar á brúðkaupshátíðum í kringum sjöunda og áttunda áratug 20. aldar. Í okkar samtíma virðist sem stórfengileiki miðaldahátíða vera óðum að snúa aftur. Hefð færist manna og hópa á milli eftir árferð og stingur sér niður og blómstrar þar sem hún er velkomin.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18601


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð.Vera Guðrún-LOKA.pdf829.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna