is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18609

Titill: 
  • Er skóli fyrir alla, fyrir alla?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Menntastefnan skóli án aðgreiningar er nú opinber stefna í íslenskum grunnskólum og til hennar er vísað bæði í lögum og aðalnámskrá. Hugtakið er skilgreint annarsvegar sem menntastefna sem byggist á hugmyndum um manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti og hins vegar sem aðferð við að skipuleggja skólastarf sem tekur mið af námslegum og félagslegum þörfum allra nemenda. Skilgreiningin felur í sér það viðhorf að stefna beri að fullgildri þátttöku allra nemenda í skólasamfélaginu og jafnframt því að tryggja rétt þeirra til að þroskast og menntast á eigin forsendum. Með þessu er átt við að ekki sé hægt að neita barni um að ganga í almennan grunnskóla þrátt fyrir að það búi við raskanir eða erfiðleika.
    Í grunnskólalögum segir þó að foreldrar hafi val um að setja börn sín í sérskóla en 2008 var inntökuskilyrðum í Klettaskóla breytt og þrengd það mikið að þangað komast ekki lengur þroskahömluð börn sem eru með meira en 50 í greindarvísitölu og án annarra viðbótarfatlana. Það þýðir að mörg börn hafa ekki lengur val um skóla.
    Í rannsókninni kannaði ég félags- og námslega stöðu fjögurra barna sem höfðu bæði verið í almennum skóla og sérskóla og talaði við sex skólastjóra almennra grunnskóla um hvaða úrræði almenni skólinn hefði fyrir þroskaskert börn sem ekki eiga kost á skólavist í sérskóla.

Samþykkt: 
  • 3.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal-pdf.pdf700.37 kBOpinnPDFSkoða/Opna