is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18618

Titill: 
  • Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík : áhrif hins byggða umhverfis á val ferðamáta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Börn sem ferðast gangandi eða hjólandi í skólann virkja stærstu vöðva líkamans í upphafi dags og stunda daglega hreyfingu sem er þeim nauðsynleg. Margir jákvæðir þættir fylgja því að börn komi gangandi eða hjólandi í skólann, minni bílaumferð í kringum skólann og þar með öruggara umhverfi svo eitthvað sé nefnt. En hvaða þættir í hinu byggða umhverfi skyldu hafa áhrif á það með hvaða hætti börn fara í skólann? Eru tengsl milli þessara þátta og ferðavenja skólabarna?
    Markmið verkefnisins var að fá betri innsýn í val á ferðamáta skólabarna út frá umhverfis- og skipulagslegum forsendum. Skólahverfi voru valin til athugunar út frá niðurstöðum ferðavenjukönnunar í grunnskólum Reykjavíkur sem fór fram veturinn 2009-2010. Munur var á ferðamáta nemenda milli hverfa. Í sumum hverfum hjólaði eða gekk yfirgnæfandi meirihluti nemenda í skólann en annars staðar var tíðnin lægri. Athugað var hvort þessi munur milli hverfa gæti með einhverjum hætti tengst aðgengi, hversu berskjaldaðir gangandi og hjólandi vegfarendur eru fyrir hraðri bílaumferð og hversu margar götur þeir þurfa að þvera á leiðinni í skólann. Þar sem um fáar mælingar var að ræða mældist lítil fylgni milli ferðamáta og þeirra þátta sem skoðaðir voru. Þó gefur þetta einhverjar vísbendingar um hvað þarf að leggja áherslu á til að að hvetja til virkra ferðamáta. Mest fylgni mældist milli virkra ferðamáta nemenda og hversu stórt hlutfall heimila þarf að fara yfir hraða umferðagötu á leiðinni í skólann. Við samanburð á hverfunum kom í ljós að þar sem gott aðgengi bíla var að skólalóðinni var nemendum í meiri mæli ekið í skólann. Hið gagnstæða er uppá teningnum í hinum hverfunum þar sem virkir ferðamátar eru algengari.
    Til að stuðla að því að nemendur komi með virkum hætti til skóla er mikilvægt að hann sé staðsettur með þeim hætti að stutt sé í allar áttir og flestir komist gangandi frá heimili sínu í skólann á innan við 10 mínútum. Í eldri skólahverfum, þar sem vegalengdir eru meiri, væri hægt að virkja nemendur í virkum ferðamáta með því að hvetja til hjólreiða, þar sem hægt er að komast lengra hjólandi á 10 mínútum en gangandi.

  • Útdráttur er á ensku

    When children actively commute to school they exercise the largest muscles in their body at the beginning of the day and get daily exercise which is necessary for them. There are many positive aspects concerning children walking or riding their bikes to school such as less traffic around the school and thus a safer environment for example. But which aspects of the built environment are deciding factors on how children commute to school? Is there a connection between these factors and the commuting habits of school children? The aim of this project was to get a better insight into the commuting habits of schoolchildren with respect to environmental and organizational criteria. School districts were chosen for examination based on the findings of a research into the commuting habits of school children in Reykjavík performed in the winter of 2009-2010. Children’s’ commuting habits differed between school districts. In some districts the overwhelming majority of children rode their bikes or walked to school but in other districts the ratio was lower. This project looks into how this difference between the districts could be caused by access, how exposed people walking or riding their bikes in the district are and how many streets they have to cross on their way to school. Since the measurements were few the correlation between the type of commuting and the factors examined was low. It still gives some indication of what needs to be emphasized to encourage active commuting. The highest correlation was between active commuting and how many domiciles had to cross a high speed road to get to school. Comparing the districts it became apparent that where school grounds were accessible to cars the children were more often driven to school. The opposite was true in districts where active commuting was more common. In order to encourage school children to actively commute to school it is important that it is situated in a way that distances are short in all directions and most of the children can walk from their homes to school in less than 10 minutes. In older school districts where distances are greater it is possible to encourage the students to ride their bikes since you cover more distance that way in 10 minutes than on foot.

Samþykkt: 
  • 3.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_MS_Iris_Stefansdottir.pdf10.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna