is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18637

Titill: 
  • Úti finna allir leið : útikennsla í þátttökuskólum LÍS verkefnisins tíu árum eftir að það hófst
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um útikennslu. Vorið 2003 var hleypt af stokkunum verkefninu Lesið í skóginn með skólum, (LÍS), að frumkvæði Skógræktar ríkisins og nokkurra samstarfsaðila. Markmiðið var að finna leiðir til að efla þverfaglegt nám um skóga og skógarnytjar í grunnskólum. Verkefnið var unnið í sjö grunnskólum á Íslandi og stóð yfir í þrjú ár. Þessi ritgerð fjallar um áhrif LÍS verkefnisins á starfshætti þátttökuskólanna. Til grundvallar var lögð matsskýrsla Þuríðar Jóhannsdóttur um verkefnið, sem kom út að því loknu árið 2007.
    Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt. Annars vegar að kanna hvað situr eftir af áhrifum LÍS verkefnisins tíu árum eftir að það hófst og hins vegar að skoða hvernig útikennsla hefur þróast og hvernig hún hefur styrkt aðrar námsgreinar. Í rannsóknarverkefninu var beitt eigindlegri aðferðafræði. Gerð var tvíþætt eigindleg rannsókn sem fór fram árið 2013, annars vegar viðtalsrannsókn og hins vegar vettvangsrannsókn. Í viðtalsrannsókninni voru tekin opin viðtöl við átta kennara úr öllum sjö skólunum sem tóku þátt í LÍS verkefninu. Einnig var gerð vettvangsrannsókn í fimm skólum af sjö.
    Niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis bentu til að LÍS verkefnið hafi haft áhrif til eflingar útikennslu í öllum þátttökuskólunum. Útikennsla var ekki lengur eingöngu bundin við skóginn heldur fór fram víða í nágrenni skólanna. Aðstöðu til útikennslu hafði áður verið komið upp en nú er komin aðstaða til ýmiskonar ræktunar og aðgengi að skógarsvæðum hefur batnað umtalsvert. Fram kom í rannsókninni að flestar námsgreinar komu við sögu í útikennslu og var hún talin góð viðbót við aðra kennslu. Hún var talin auka fjölbreytni kennslu og möguleika til samþættingar í námi, styðja bóklegt nám og auka námsáhuga nemenda. Stöðugt var unnið í námsefnisgerð og nýjar hugmyndir komu fram. Viðhorf nærsamfélags til útikennslu var allstaðar mjög jákvætt sem er breyting frá því sem var.
    Lykilhugtök: útiskóli, grenndarskógur, skógarnytjar, samþætting námsgreina, hugsmíðahyggja.

  • Útdráttur er á ensku

    This project discusses outdoor education. The LÍS project, focusing on education in woodlands, started in spring 2003. The aim of the LÍS project was to find pathways to reinforce interdisciplinary education in woodlands within elementary schools. The project took place in seven elementary schools in Iceland and lasted for three years. This research is based on a final report on the LÍS project published in 2007.
    The aim of this qualitative research, which was carried out in 2013, is twofold. First, is to figure out what remains of the LÍS project’s impression on the everyday education in the participating schools ten years after it began. Second, is to figure out the development of outdoor education and how it has reinforced other subjects in the schools. The approach was a dual qualitative research project. First, open in depth interviews where the participants where eight teachers from seven schools. Second, a field research on the woodlands and the outdoor area in five schools of seven.
    The main results show that the LÍS project has had a reinforcing influence in all off the schools. Outdoor education has increased and is now not only taking place in the woodlands but also all over the outdoor environment of the schools. The accessibility of the woodland has improved and some kitchen gardening is quite common in the schoolyards. Most subjects were integrated in the outdoor education and it was thought to be a good addition to the academic education giving a possibility to integrate and improve student’s interest to learn. The progress of study and curriculum is constantly growing and new ideas are arising. The attitude to outdoor education has changed to become very positive.
    Key concepts: outdoor education, local woodland, allocation of woodl

Samþykkt: 
  • 4.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úti finna allir leið.pdf2.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna