is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18652

Titill: 
  • Unglingar með sykursýki. Þróun og forprófun fræðsluefnis fyrir unglinga með sykursýki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sykursýki af tegund 1 er einn algengasti langvinni sjúkdómurinn meðal barna og unglinga og hefur tíðni hans farið vaxandi undanfarin ár. Unglingsárin geta verið erfiður tími fyrir unglinga sem eru með sykursýki, þar sem þau eru tími mikilla og hraðra líkamlegra, andlegra og félagslegra breytinga. Talsvert margar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á áhrifum þess að vera unglingur og vera með sykursýki en hérlendis hefur þess konar rannsókn ekki verið gerð en þó hafa verið gerðar rannsóknir á mati unglinga á eigin getu í meðhöndlun sykursýki.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var þríþættur. Í fyrsta lagi að þróa fræðsluefni á formi myndbanda fyrir unglinga með sykursýki, í öðru lagi að meta heilsutengd lífsgæði unglinganna og mat þeirra á eigin getu við meðhöndlun sjúkdómsins fyrir og eftir aðgengi að fræðslumyndböndunum. Í þriðja lagi að skoða upplifun unglinganna sjálfra og álit þeirra á notagildi fræðslumyndbanda á veraldarvefnum með rýnihópaviðtölum.
    Í rannsókninni er notuð blönduð aðferð, aðlagað tilraunasnið með fyrir- og eftirprófunum og rýnihópar. Við gagnaúrvinnslu er notuð lýsandi tölfræði auk ályktunartölfræði til að meta árangur af notkun fræðslumyndbanda. Rýnihópaviðtöl voru greind með þemagreiningu. Þátttakendur í rannsókninni voru 27 unglingar á aldrinum 13-18 ára auk þess sem foreldar unglinganna svöruðu spurningalistum varðandi bakgrunnsupplýsingum um fjölskylduna.
    Helstu niðurstöður voru þær að unglingarnir voru jákvæðir í garð fræðsluefnis á formi myndbanda og trú þeirra á eigin getu við meðhöndlun sjúkdómsins jókst en ekki urðu miklar breytingar á mati þátttekenda á heilsutengdum lífgæðum sínum. Þátttakendurnir töldu að fræðsluefni á formi myndbanda geti nýst þeim sjálfum svo og við nýgreiningu sykursýki og aðstandendum þeirra sem eru með sykursýki. Að auki sáu þeir hvað stærsta kostinn við myndböndin að geta komið fræðslu áleiðis til vinahópsins. Draga má þá ályktun að fræðsluefni á formi myndbanda á veraldarvefnum sé ákjósanleg leið til að koma fræðsluefni áleiðis til unglinga með sykursýki og aðstandenda þeirra og auka trú þeirra eigin getu við meðhöndlun sjúkdómsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Diabetes of type 1 is one of the most common prevalent illness among children and adolescents. It’s frequency has been increasing in recent years. Adolescence can be a very difficult time for youths with diabetes in a period of rapid bodily, social, cognitive and emotional changes to the individual. Outside Iceland, extensive studies of the interaction of adolescence and diabetes have been done but such studies have not been conducted in Iceland apart from some research into the self-efficacy of adolescents treating their own diabetes.
    The aim of this study was threefold. The primary object was to develop educational videos for adolescents with diabetes. The second object was to evaluate the adolescents health related quality of life and their self-efficacy regarding the treatment of the disease before and after seeing the videos. The third object was to evaluate the experience of the adolescents and their view regarding the usefulness of educational videos on the web, by using focus groups.
    In the study a mixed method was used, an adjusted experimental design with pre- and post examinations and focus groups. When examining the quantitative data, descriptive statistical methods were used in addition to using inferential statistics to evaluate the effectiveness of using educational videos for adolescents with diabetes. The qualitative data from the focus group interviews was examined using thematic analysis. Participants in the study were 27 adolescents in the age group of 13-18 and the parents of the adolescents answered the questionnaire: Familial background information and information about the adolescent.
    The main results were those that the adolescents were positive towards the educational videos. The confidence of the participants was increased when having to perform many of the procedures which are part of successful management of the disease and their self-efficacy regarding treatment of diabetes. There were not changes in the adolescents perceptinons on their Health Related Quality of Life. Their view was that the educational material can be beneficial to themseleves, to adolescents during the primary diagnosis of diabetes and for the families of those already diagnosed with diabetes. Additionally, they considered one of the main benefits being the possibility of using the videos to educate their friends. It can be concluded that educational material like videos on the web are an optimal way to educate adolescents with diabetes and to increase their self-efficacy when treating the disease. Additionally it may be inferred that said educational material can be an effective way to impart information to the families and friends of adolescents with diabetes.

Styrktaraðili: 
  • Thorvaldsen félagið
Samþykkt: 
  • 4.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unglingar með sykursýki.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna