is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18667

Titill: 
  • Fyrirtækjamenning Verkís og Almennu verkfræðistofunnar: Greining og samanburður
  • Titill er á ensku Verkís Consulting Engineers and Almenna Consulting Engineers: Organizational Culture, Analysis and Comparison
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fyrirtækjamenning hefur mikil áhrif á breytingarferli fyrirtækja, ekki síst við samruna. Góður undirbúningur er grunnurinn að árangursríkri innleiðingu breytinga en rannsóknir sýna að hann er oftast takmarkaður hvað varðar samþættingu gilda, hefða og viðmiða í menningum samrunafyrirtækja. Menningarárekstrar eru því ein helsta ástæða þess að samrunar nái ekki tilskildum árangri. Við undirbúning samruna er afar mikilvægt að greina og skilja menningu samrunafyrirtækjanna í ljósi þess að leysa vandamál, lágmarka árekstra og innleiða breytingar. Stjórnendur fyrirtækja leika veigamikið hlutverk í breytingarferli og krefst það leiðtogahæfni og samskiptagreindar af þeirra hálfu.
    Markmið rannsóknarinnar er að greina fyrirtækjamenningu Verkís og Almennu verkfræðistofunnar í ljósi samruna þeirra. Greiningin felst í því að skoða styrkleika og veikleika fyrirtækjanna, sem og greina hvað sé líkt og ólíkt í menningu þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru samtals 217; 172 frá Verkís og 45 frá Almennu verkfræðistofunni. Spurningalistinn Denison Organizational Culture Survey var lagður fyrir þátttakendur en hann byggist á því að mæla fjórar víddir fyrirtækjamenningar sem eru Hlutverk og stefna, Samræmi og stöðugleiki, Þátttaka og aðild og Aðlögunarhæfni.
    Við samanburð á menningum fyrirtækjanna kom í ljós að styrkleikar og veikleikar liggja í sömu menningarvíddum. Helsti styrkleiki fyrirtækjanna liggur í hæfnisþróun starfsmanna, að valdi sé dreift, starfsfólk geti unnið sjálfstætt og eigi auðvelt með að ná samkomulagi í erfiðum málum. Veikleikar liggja helst í viðbrögðum við breytingum, sveigjanleika í starfsaðferðum og miðlun á framtíðarsýn fyrirtækisins.
    Í ljósi niðurstaðna þarf að huga vel að skipulagi breytinga í samrunaferli og mótun og miðlun skýrrar framtíðarsýnar. Þar skiptir samskiptagreind stjórnenda miklu máli því í henni felast hæfileikar til að virkja starfsmenn til þátttöku og ná því besta fram úr mannauðnum. Þá er upplýsingaflæði undirstaða þess að starfsmenn viti hvert fyrirtækið stefni, hvert hlutverk þeirra sé og hvernig þeir geti tekist á við breytingar.

Athugasemdir: 
  • Að beiðni stjórnenda Verkís verður aðgangur að þessari ritgerð lokaður til 1. júní 2017. Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang.
Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fyrirtækjamenning_Verkís_og_Almennu verkfr.Lokaskil.pdf4.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna