is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18669

Titill: 
  • Þróunar- og þéttingarsvæði í Laugardal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skipulag byggðarmyndar ramma um umhverfið og okkar daglega líf. Náttúrulegt umhverfi skiptir einnig máli fyrir búsetu fólks. Aðgangur að ósnortinni náttúru er mikilvægur búsetuþáttur, sem og aðgengi að útivistarsvæðum, veðursæld, nálægð við náttúrulegt borgarumhverfi, minna áreiti og valmöguleika á ferðamáta. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 eru lagðir fram svokallaðir þéttingareitir í borginni, sem er svar við hraðri þenslu borgarinnar út á við, en hún hefur leitt til dreifðrar einsleitrar byggðar þar sem aðgreining landnotkunar hefur verið mikil. Talið er að þétting byggðar sé lykillinn að því að sporna gegn útþenslu borga og tilheyrandi aukningu á vegalengdum. Á sama tíma er verið að ýta undir umhverfisvernd, sjálfbæra þróun, endurreisn miðborga og miðsvæða og almennt mannvænni borgir.
    Nokkur þessara þéttingasvæða eru skilgreind sem græn svæði og í þessu verkefni verður eitt þeirra svæða tekið fyrir. Þéttingarsvæðið í Laugardalnum er að miklu leiti grænt vannýtt svæði og er markmiðið að taka fyrir það svæði og skipuleggja blandaða byggð sem ekki mun koma til með að hafa neikvæð áhrif á græna svæðið, heldur styrkja gæði þess og notagildi. Í þessu verkefni verður áhersla lögð á að tryggja gott flæði skapist milli þróunarsvæðis og nærliggjandi svæða með grænum tengingum.
    Hvað er það sem þarf til að láta grænt svæði virka inn í byggð og öfugt ?
    Hvernig er hægt að skapa mannlíf í hverfum ?
    Hvernig er stuðlað að því að þétting byggðar auki gæði uppbyggingarsvæðis og eldri byggðar ?
    Til að ná fram ofangreindum markmiðum mun fara fram greiningarvinna þar sem lögð verður áhersla á þætti sem munu styðja við skipulagningu blandaðrar byggðar með grænum áherslum og tengingum. Stuðst verður við dæmi og fyrirmyndir um þéttingu byggðar erlendis frá og fjallað um það sem gert hefur verið hér á landi. Spurningunum hér að ofan verður svo svarað í greiningarvinnunni sem mun vera grunnurinn í skipulags- og hönnunarvinnunni ásamt þeim hönnunarforsendum sem kynntar hafa verið. Niðurstaðan mun svo vera dregin fram og útskýrð á myndrænan hátt.

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Hronn_Haflidadottir.pdf14.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna