is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18687

Titill: 
  • Borgarfjallið Esja : útivistarsvæði við borgarmörk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Breyttur lífsstíll og vitundarvakning um mikilvægi útivistar og hreyfingar fyrir bætta lýðheilsu hefur á undanförnum árum haft í för með sér aukna notkun á útivistarsvæðum á jaðarbeltum höfuðborgarsvæðisins. Borgarfjallið Esja er eitt af þeim svæðum þar sem sífellt fleiri stunda útivist og hreyfingu sér til skemmtunar og heilsubótar. Erfitt er að meta til fulls þá kosti sem svæðið hefur. Því er hætta á að litið verði framhjá þeim í skipulagi og meiri hagsmunum mögulega fórnað fyrir minni.
    Mikilvægt er að sveitarfélög kortleggi þau tækifæri sem felast í gæðum útivistarsvæða við borgarmörk og marki sér stefnu um nýtingu þeirra í samráði við aðra aðila sem svæðinu tengjast. Þannig má nýta betur þau verðmæti sem í svæðunum felast og styðja við nauðsynlegt viðhald þeirra og uppbyggingu.
    Helstu markmið með athuguninni eru að greina notkun athugunarsvæðis sunnan við Esju með spurningakönnun og djúpviðtölum. Með því er ætlunin að draga betur fram kosti þess að borgarbúar hafi aðgang að útivistarsvæðum við borgarmörk og efla um leið þekkingu á notkun og viðhorfi notenda. Verkefnið leiddi í ljós að notendur eru helst að sækjast eftir að upplifa náttúruna og að komast á útivistarsvæði í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Flestir fara sömu leiðina upp fjallið þrátt fyrir fjölbreytt stígakerfi og fáir notendur taka börn með. Þá kom einnig fram að ásókn er í svæðið til annarra nota og að sú notkun gæti sett í hættu þau gæði sem núverandi notendur eru að sækjast eftir. Í lokin er komið með hugmynd að skipulagi fyrir svæðið en mikilvægt er að endanlegt deiliskipulag sé unnið í náinni samvinnu allra hagsmunaaðila til þess að sátt myndist og skilningur um ákvörðunartöku.

  • Útdráttur er á ensku

    Lifestyle changes and increased health awareness have resulted in greater use of recreational areas in fringe belts in city regions. The City Mountain Esja is close to the capital Reykjavík and is one of the areas with the greatest rise in outdoor activities and exercise for leasure and health. Esja can be seen from a long distance as it towers over the capital area and stands as a landmark, or a roadmap, for those who know it. It is difficult to appraise the full quality of that kind of an area and what it has to offer may be overlooked if not planned carefully.
    It is important for municipalities to map out opportunities that lie in the quality of outdoor activities within the city borders in order to preserve its values, take care of maintenance and restruction. This needs to be done through cooperation of all parties connected to and with interests in the area.
    The main aim of the research is to analyze the use of the observation area south of Esja with questionnaires and private interviews. The intention is to highlight the benefits of citizens to have access to recreational areas by the city limits and to enhance the knowledge concerning possibilities consisting in the use of City Mountains and recreational areas within fringe belts. The project revealed that users are most likely seeking to experience nature and recreational area in close proximity to the capital for exercise and distraction from everyday life. Few users take children with them and almost all of them always take the same route on their way up the mountain, despite various other paths situated around the area and numerous other possibilities for experiences. The study also revealed that there is demand for other reforms for the area whichcould jeopardize the quality pursued by current users. A planning proposal is presented but the author emphasizes the importance of a close cooperation with all stakeholders in the final plan for the area in order to form a consensus and establish an understanding in decision making.

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_MS_Hallfridur_Gudmundottir.pdf10.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna