is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18693

Titill: 
  • Þungaðar konur yfir kjörþyngd: Orsakir, áhrif, úrræði og hlutverk heilsugæslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofþyngd og offita á meðgöngu er viðurkennt vandamál og hefur umfang þess aukist síðustu áratugi. Erfitt er að skilgreina eina orsök fyrir aukinni tíðni offitu en meðal áhrifaþátta eru mataræði, hreyfing, erfðir, umhverfi og félagslegir þættir. Offita móður við þungun getur haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar á meðgöngu, fæðingu og heilbrigði barns. Dæmi um afleiðingar af þessu tagi eru háþrýstingstengd vandamál á meðgöngu, meðgöngusykursýki, fósturlát, auknar líkur á keisaraskurði ásamt ýmsum inngripum í fæðingu. Fæðing þungbura er einnig algengari auk þess sem nýfædd börn þessa hóps kvenna er líklegri til að skora lægra á Apgar prófi og leggjast inn á vökudeild.
    Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á þunguðum konum yfir kjörþyngd og á meðferðum til að draga úr skaðlegum áhrifum þyngdar þar sem íhlutanir á við næringarráðgjöf, fræðslu um hreyfingu og þyngdaraukningu eru prófaðar. Niðurstöður þessara rannsókna sýna fram á mismikinn árangur, en íhlutanir varðandi mataræði eru samkvæmt þessum rannsóknum líklegastar til að skila árangri. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bretlandi á sýn heilbrigðisstarfsfólks og kvenna í yfirþyngd sýna að þjónustan er ófullnægjandi. Niðurstöður þeirra sýna að þörf er á aukinni þekkingu á vandamálinu meðal ljósmæðra. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar á Íslandi. Hér á landi er stuðst við klínískar leiðbeiningar frá Embætti landlæknis í mæðravernd kvenna yfir kjörþyngd. Námskeið hafa verið í boði fyrir þennan hóp en þátttaka hefur verið dræm.
    Hjúkrunarfræðingum á heilsugæslu gefst tækifæri til að efla heilsu fólks yfir kjörþyngd. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar nýti þessi tækifæri og taki frumkvæði í samræðum um vandamálið. Þörf er á kennslu um áhrif ofþyngdar og offitu á meðgöngu í grunnnámi í hjúkrunarfræði. Fræðsla til starfandi ljósmæðra um vandamálið er æskileg miðað við niðurstöður rannsókna. Íslenskra rannsókna um áhrifaþætti offitu og lífsstílsmeðferða á meðgöngu er þörf. Auk þess þarf að sníða klínískar leiðbeiningar í mæðravernd að þörfum þessa hóps.
    Lykilorð: ofþyngd, offita, áhrifaþættir, meðganga, fæðing, barn, úrræði, heilsugæsla, heilsuefling

  • Útdráttur er á ensku

    Overweight and obesity during pregnancy is a recognized problem and has increased in the past decades. It is not easy to identify one common determining factor of this problem but choice of diet, exercise, environment and social factors are amongst influential issues. Obesity of the mother can result in multiple negative effects during pregnancy, when giving birth and can affect the health of the unborn child. Amongst these problems are problems related to high blood pressure during pregnancy, gestational diabetes, miscarriage and increased odds of a caesarean operation during birth becoming necessary as well as risk of other types of assisted birth operations. The birth of macrosomic newborns is also more common amongst obese mothers as well as the newborns being known to have a low Apgar test score and higher risk of requiring intensive care treatment.
    Various studies have been carried out on the subject of overweight and obese pregnant women and treatments to eliminate harmful effects of obesity. Methods including education, dietary consultations and advice on exercise and weight gain have been trialed. The results of these studies show differential progress but issues regarding dietary consultations are most likely to give positive results. Studies carried out in the UK show that midwives’ knowledge on the subject needs to be improved. In Iceland such research is yet to be carried out. In Iceland clinical guidelines from the Directorate of Health are used in order to assist obese pregnant women. Courses have been offered but the interest and admission has been poor.
    Nurses working in local primary health care clinics have an opportunity to influence and improve the health of obese people. It is vitally important that nurses seize these opportunities and engage in dialogues concerning the subject. Further education regarding overweight and obesity is neeedin nurse educational programmes. Further knowledge of practicing nurses on the subject is also needed and further research on the topic is also needed. Icelandic research regarding effects of obesity and lifestyle therapy is also needed. In addition there is a need to improve and adjust the clinical guidelines from the Directorate of Health regarding the specific needs of obese women during pregnancy.
    Key words: overweight, obesity, impact, pregnancy, birth, newborn, resources, healthcare system, health promotion

Samþykkt: 
  • 6.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni.pdf744.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna