is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18709

Titill: 
  • Sekkurinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Litli sekkurinn
    (Útdráttur)
    Ég hef gjarnan líkt myndlistinni við traustan bakpoka því bakpoki er frábær táknmynd sem getur haldið utan um alla þá þekkingu og reynslu sem hver einstaklingur tekur með sér út í lífið. Hann er einnig eins og fullkomið portrett af mér vegna þess að hann er þar sem ég er og mér finnst tómlegt ef ég er ekki með hann á bakinu.
    Í þessari ritgerð verður þrætt gegnum helstu áhrifavalda í myndlist minni, allt frá byggingaframkvæmdum til útivistar, tónlistar og speki úr ólíkum áttum. Áhrifavaldarnir verða dregnir saman til að varpa ljósi á verk mín og til nánari útskýringa á hugmyndafræði minni. Byggingaframkvæmdir eru undirliggjandi þráður en áhrif þeirra koma aðallega fram í efnisvali mínu og rýmishugsun. Útivist hefur alltaf haft sterk áhrif á mig en þau áhrif birtast einna helst í hugsunum mínum um hvernig er best að skipuleggja og pakka hlutum þétt og haganlega saman líkt og ég geri þegar ég raða niður í bakpokann. Auk þess hefur útivist kennt mér að taka stefnu og rata í gegnum framandi svæði og hvernig ég get leyft huga mínum að reika um tilvistarlegar víðáttur heimsins og mínar eigin.
    Tónlist hefur lengst af hjálpað mér í vinnuferlum, en eðli áhrifa hennar komu mér á óvart þegar þau runnu upp fyrir mér, í upplýsingasöfnuninni fyrir þennan ritgerðar-Sekk. Tónlistaráhrifin eru sterk og þótt myndlistarútkoman sé allt öðruvísi en sú sem finna má í málverkum Kandinskys, þá kalla tónar og tónföll laga oft fram sýnir hjá mér og opna skynjun á andrúmsloft sem er jafnvel ekki raunverulegt. Myndlist annarra hefur haft frekar takmörkuð áhrif á mig en reynt verður að gera grein fyrir helstu samsvörunum milli verka minna og annarra. Áhrif annarra myndlistarmanna koma helst fram í gegnum bein samskipti mín við þá. Einnig ber að nefna Tinu Olker, því þótt við séum afar ólíkar í aðferðafræði og hugsun, þá hvatti hún mig til að stíga út fyrir ramma minna hefðbundnu vinnuferla og leita fanga víðar.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sekkurinn, Heida3-4.pdf15.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna