is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18713

Titill: 
  • Vertu memm : mikilvægi áhorfandans í samfélagstengdri myndlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvert er mikilvægi áhorfandans í myndlist? Er hann mikilvægari en listamaðurinn sjálfur? Eða jafnvel mikilvægari en listaverkið sjálft? Til að komast að niðurstöðu á þessum spurningum skoða ég fyrst skrif listamannsinns Allans Kaprow sem var einn af upphafsmönnum Uppákomanna (e. Happenings) í New York í lok 6. áratugar síðustu aldar. Uppákomurnar voru myndlistaratburðir utan listastofnana sem stýrt var af listamönnum, áhorfendur voru settir inn í þær óvæntu kringumstæður sem mynduðust hverju sinni og urðu frekar að þátttakendum en áhorfendum. Þarna var mikilvægt stökk tekið fyrir áhorfandann, honum gefin ábyrgð og stjórn sem hann einn gat ráðið hvernig skyldi nýta. Þátttakendurnir þurftu að setja sig í nýjar stellingar til að upplifa verkin að fullu og urðu að vissu leyti að yfirgefa þau listgildi sem þeir þegar þekktu. Í listsköpun sinni var Kaprow einnig heillaður af því hvernig líf og list gætu blandast saman, hann vann mikið með hverdagslífið, því sem við tökum ekki sérstaklega eftir í daglega lífi okkar en getur heillað um leið og því er gefinn gaumur.
    Það leiðir okkur að því að skoða þátttökulist 10. áratugarins en þá fóru listamenn út í samfélagið og unnu verkefni ásamt þeim einstaklingum sem það mynda. Eðli þátttökulistarinnar gerir það að verkum að inntak hennar er oftast pólitískt og vilja listamennirnir þá beita sér fyrir því að bæta umhverfi og lífsgæði samfélagsins. Skiptar skoðanir fræðimanna á hvernig best sé að haga pólitískri list svo hún sé hvað áhrifamest verða athugaðar í seinni hluta ritgerðarinnar. Að lokum mun ég kynna mín eigin verk og hvernig þau tengjast inn í hugmyndir um samfélag, pólitík, list og lífið.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA TILBUID NINA.pdf28.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna