is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18719

Titill: 
  • Listin að deyja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Örvinglan, uppgjöf, hatur, reiði, vonbrigði, þrjóska, von og enn aðrar nafnlausar tilfinningar veltust um í huga mér í takt við líkamann á leiðinni niður stigan.
    Þessar hugsanir ásamt öðrum komu upp í huga mér þegar ég var að framkvæma verkið Barthes (2012). Verkið ásamt nokkrum öðrum kemur úr verkröð sem ég kalla Dauði heimspekinga sem er sería af verkum þar sem ég er að sviðsetja dauða þekktra heimspekinga og vinna úr þeim upplifunum sem ég verð fyrir. Ég nota líkamann sem efnivið og skrásetningartæki í þessum verkum til þess að upplifa veruleikann og öðlast skapandi þekkingu og mannlega reynslu.
    Farið verður yfir þær ólíku aðferðir og það hvernig hugmyndir að verkunum stjórni miðlinum sem þau lenda í. Ég reyni að endurskapa heim þessara einstaklinga í huga mér og bý mér til ákveðið viðhorf til veruleikans með raunveruleikan að markmiði. Ég velti upp spurningum um dauðan og þá heimspekilegu hugsun sem fylgir því að deyja sáttur við sjálfan sig, sjálfið og líkamann. Þeir heimspekingar sem ég tek fyrir hér í þessari ritgerð og birtast í verkum mínum eru Roland Barthes, Walter Benjamin og Susan Sontag. Fleiri heimspekingar koma við sögu í þessari ritgerð þar sem að kenningar og skrif þeirra fléttast inn í grunnviðhorf mitt til listsköpunar. Þessir heimspekingar sem ég á í samtali við í þessari ritgerð munu allir koma við sögu þegar ég tekst á við dauðleika þeirra í verkum mínum í komandi framtíð. Tengsl líkamans við hugsun og fjarveru og hvernig þáttur áhorfandans í upplifun listaverks verður einnig reifað og að endingu verður heimspekin skoðuð með dauðann í fararbroddi.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokalastBA.pdf21.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna