is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18746

Titill: 
  • Gestrisni eða gestanauð? : stefnumótun og þolmörk heimamanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslensk ferðaþjónusta er í miklum vexti sem skapar þörf fyrir þróun og uppbyggingu hennar í samræmi við þarfir náttúrunnar og samfélagsins. Talsvert hefur borið á umræðu um að helstu náttúruperlur Íslands séu komnar að þolmörkum, s.s. Landmannalaugar, Gullfoss og Geysir. Þetta þýðir einfaldlega að ferðamannastaðirnir hafa orðið eigin velgengni að bráð. Minni athygli hefur verið beint að félagslegum þolmörkum íbúa landsins og má jafnvel segja að þau hafi fallið í skuggann af efnahagslegum og náttúrulegum áherslum. Gestrisni og gott viðmót landsmanna í garð erlendra ferðamanna er þó ekki síður mikilvægt fyrir áframhaldandi vöxt í greininni. Mikilvægt er því að íslenskar stefnumótanir í ferðaþjónustu taki tillit til félagslegra þolmarka heimamanna.
    Hér eru skoðaðar opinberar ferðamálaáætlanir og ferðamálastefnur með tilliti til félagslegra þolmarka heimamanna. Það eru ferðamálaáætlun fyir Ísland 2006-2015, ferðamálaáætlun fyrir Ísland 2011-2020, ferðamálastefna Reykjavíkurborgar og stefna sveitarfélagsins Ölfus í ferðamálum. Hannaðir eru níu matsvísar sem notaðir eru til að leggja mat á hvort þessar áætlanir taki til félagslegra þolmarka heimamanna. Helstu niðurstöður leiða í ljós að umræddar stefnur geri það að nokkru leyti, þó mis mikið. Hins vegar eru atriði sem mætti gera mun betur skil svo þolmörkum heimamanna verði síður náð.
    Lykilorð: þolmörk heimamanna, stefnumótun, matsvísar, sjálfbærni, gestrisni.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18746


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Katrín Magnúsdóttir 12.12.13.pdf878.54 kBOpinnPDFSkoða/Opna