is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18751

Titill: 
  • Öryggi ferðamanna á sjó í íslenskri lögsögu
  • Titill er á ensku Safety issues of travelers by sea in Icelandic jurisdictions
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Siglingar erlendra skemmtiferðaskipa í íslenskri landhelgi hefur fjölgað á undanförnum árum og fleiri hafnir hafa bæst við sem viðkomustaðir þeirra.Vegna aukinna vinsælda hefur einnig orðið töluverð fjölgun á innlendum fyrirtækjum sem bjóða upp á útsýnis- og hvalaskoðunarferðir. Mikill mannfjöldi er um borð í þessum skipum og bátum sem vekja upp spurningar um öryggi þeirra í og við hafnir hérlendis. Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða öryggismál í starfsumhverfi skemmtiferðaskipa og útsýnisbáta. Sérstök áhersla var lögð á að kanna öryggi í og við hafnir hérlendis. Einnig var könnuð staða mála varðandi fjöldabjörgun á sjó á heimsvísu.
    Upplýsinga var aflað með því að skoða fyrirliggjandi gögn í rannsóknavinnu vegna ritgerðarinnar. Tekin voru hálf opin viðtöl við starfsmenn stofnanna og samtaka tengdum björgunarmálum.
    Niðurstöður sýna að á Íslandi eru viðbragðsaðilar meðvitaðir um áhættuna sem skapast getur við þessa auknu umferð. Viðbragðsáætlanir hafa verið gerðar og bjargir eru ágætar miðað við stærð landsins og fjölda íbúa.
    Við slys í köldum sjó eins og er í Íslenskri landhelgi og vegna þeirrar stærðargráðu sem slys á skemmtiferðaskipum getur orðið, er flutnings- og aðhlynningargeta innanlendra aðila ekki næg. Talsvert úrræðaleysi er á heimsvísu varðandi fjöldabjörgun á sjó meðal annars vegna fjarlægðar og aðstæðna á slysstað.
    Lykilorð: Fjöldabjörgun, viðbragðsáætlanir, bjargir, ábyrgðaraðilar, framkvæmdir.

  • Útdráttur er á ensku

    Foreign Cruise liners activity around the Icelandic coast has increased in recent years and they are stopping at more harbours because of that. With the increase in popularity there has also been an increase in domestic companies that offer sightseeing and whale watching trips. Aboard these ships can be many passengers, which cause questions about their safety in and around the harbours.
    This study aims to examine safety matters in the cruise ship and tour boat operating environment. Particular emphasis will be placed on security in and around Icelandic harbours. The situation regarding mass rescue at sea worldwide will also be explored. Information was obtained by reviewing existing data in research for the thesis. Semi-structured interviews were conducted with employees of institutions and organizations related to search and rescue.
    Results show that emergency organizations in Iceland are aware of the risks that can arise with increased traffic. Contingency plans have been made and means are fair considering the country’s size and population. But due to the magnitude of people in cruise ship accidents and cold weather conditions in Icelandic jurisdiction, the capacity of national transport and care-giving entities is insufficient.
    On the subject of mass rescue at sea, there is globally a considerable lack of results. The reason is partly due to distance and circumstances of these kinds of accidents.
    Keywords: Mass rescue, response plans, resources, entities responsible, implementation.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18751


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öryggi ferðamanna á sjó í íslenskri lögsögu.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna