is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18782

Titill: 
  • Unglingar á Íslandi 2011 : áhrif búsetu á viðhorf þeirra og líðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er byggð á megindlegri rannsókn sem gerð var veturinn 2013-2014.Markmið rannsóknarinnar var að skoða helstu áhrifaþætti sem búsetuþróun hefur haft á viðhorf og líðan unglinga hér á landi. Notast var við gögn úr ESPAD spurningalista sem lagður var fyrir unglinga á aldrinum 15-16 ára vorið 2011 í öllum grunnskólum hér á landi. Í úrtakinu voru 3.428 unglingar sem skiptust niður í 1.667 stelpur og 1.761 stráka. Þar af voru
    2.842 unglingar búsettir í þéttbýli og 586 í dreifbýli. Spurningalisti ESPAD er staðlaður þar sem hann er samvinnuverkefni yfir 40 landa í Evrópu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikill meirihluti unglinga eru stoltir af því að vera Íslendingar en þrátt fyrir það virðast þeir ekki sjá fyrir sér framtíð hér á landi þar sem stór hluti þeirra kýs frekar búsetu í útlöndum. Erfitt getur verið að segja til um hvort ástæður þess séu sókn í aukna menntun, atvinnutækifæri eða efnahagsþrengingar. Samkvæmt niðurstöðunum líður unglingsstúlkum
    verr en strákum. Það kom ekki á óvart enda hafa fyrri rannsóknir sýnt sömu niðurstöður. Hinsvegar var ekki hægt að greina mikinn mun á milli stúlkna eftir búsetu í þessari rannsókn. Það er í mótsögn við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt að stelpum sem búa í dreifbýli líður verr en stelpum sem búa í þéttbýli. Þegar viðhorf unglinganna til kynhlutverka var skoðað, kom í ljós að hugmyndir um hin hefðbundnu kynjahlutverk voru ráðandi. Þessa sýn á hefðbundin kynhlutverk var þó frekar að finna hjá unglingum í dreifbýli. Unglingar hér á landi virðast hafa sterk félagsleg tengsl við foreldra sína og vini. Ekki var mikill munur á kynjunum en þó var merkjanlegur munur, þar sem strákar virtust hafa örlítið sterkari félagsleg tengsl en stelpur.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is based on data from the ESPAD questionnaire. The ESPAD questionnaire is conducted in 40 European countries every four years where students are asked about their well-being and their perception towards various issues such as gender roles. The ESPAD questionnaire was conducted in all secondary schools in Iceland in the spring of 2011. This research concentrated on pupils aged 15 and 16 in Iceland. The objective of this thesis was to examine what influences urbanization has on adolescence´s perception and well-being in Iceland. The sample size was 3.428, there of 1.667 girls and 1.761 boys. 2.842 adolescents of the sample lived in urban areas and 586 in rural areas. The main findings of the study showed that the majority of adolescents is proud to be Icelanders. Nonetheless, many of them did not see any future, living in Iceland and express desire to move abroad. However, it is difficult to conclude whether the reason for this desire to migrate abroad is because they want to get education somewhere else, perceive their job opportunities diminishing due to the urbanization or the economic crisis. Moreover, the findings of the study suggest that adolescent girls feel worse than adolescent boys, which is no surprise since other studies has shown similar results, there were no difference between adolescent girls living in urban areas and girls living in rural areas. That, however, contradicts previous studies, which have shown that girls in rural areas tend to feel worse than girls in urban areas. The findings of the thesis also indicate that traditional gender roles are still prevalent among Icelandic adolescents, especially among those who live in rural areas. Finally, it seems like adolescents in Iceland has strong social connection with their parents and friends. However, no notable difference between genders was shown but boys seem to have slightly stronger connection than the girls.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Dagbjort_Olof.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna