EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1880

Title
is

Þróun læsis og lestrarnáms yngri barna

Abstract
is

Ritgerðin er lögð fram til fullnustu B.Ed.-gráðu við Kennaraháskóla Íslands.
Rannsóknarspurning sem lá til grundvallar ritgerðinni var: Hvernig þróast læsi og lestrarnám barna?
Í ritgerðinni er gerð grein fyrir tengslum máls og lesturs með áherslu á hið flókna ferli sem málþroski er. Markmið umfjöllunarinnar var að skoða hinar ýmsu kenningar og hvernig þær varpa ljósi á mikilvægi fræðilegrar þekkingar og faglegrar nálgunar við kennslu lesturs. Bernskulæsi sem vísar til þróunarlegs undanfara formlegs lestarnáms sem í dag er talið að hefjist við fæðingu. Gerð er grein fyrir helstu hugtökum og þeim þáttum í lestarferlinu sem mikilvægir eru en ljóst er að undirbúningur fyrir lestrarnám hefst á meðan barnið er mjög ungt og löngu áður en eiginlegt lestrarnám hefst.
Nokkrum helstu lestrarkenningum eru gerð nokkur skil auk úttektar á því hvernig þær speglast í þeim lestrarlíkönum sem ætlað er að lýsa því hvernig einstaklingur nær merkingu úr rituðu máli. Rannsóknarniðurstöður lestrarkenninga endurspeglast í þeim áherslum sem viðkomandi fræðimenn þeirra leggja til grundvallar varðandi í læsis- og lestrarþróun barna.
Niðurstöður leiddu í ljós að áherslur fræðimanna varðandi lestrarþróun barna vísa í fjóra meginþætti byrjendalæsis sem eru næmi hljóðkerfisvitundar og mikilvægi þjálfunar þeirra málþátta sem undir hana falla, umskráning sem byggir á næmi hljóðkerfisvitundar og lesskilningur sem byggir á orðaforða og tengist málþróun og málskilningi barns.
Lykilorð: Þróun læsis, lestrarnám yngri barna.

Comments
is

Grunnskólabraut

Accepted
10/09/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Þróun Læsis.pdf1.24MBOpen Complete Text PDF View/Open