is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18806

Titill: 
  • Átröskunaráhætta unglingsstúlkna í ofþyngd og offitu : fordómar og félagsleg einangrun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í vestrænum samfélögum verða unglingsstúlkur fyrir utanaðkomandi áhrifum og tilbúnum kröfum um hversu eftirsóknarvert er að vera grannar. Þessi pressa kemur frá fjölmiðlum sem smitar frá sér út í samfélagið. Í þessari rannsókn var rýnt í hvernig ríkjandi viðhorf samfélagsins, um að vera grönn sé gott og að vera feit sé slæmt, hefur á unglingsstúlkur sem eru í ofþyngd og offitu. Tilgangur rannsóknarinnar var að setja í samhengi utanaðkomandi þætti sem hafa áhrif á andlega líðan unglingsstúlkna í ofþyngd og offitu. Fitufordómar eru vaxandi vandamál og verða einstaklingar í yfirþyngd fyrir fordómum frá heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldumeðlimum og vinum. Samfélagsleg pressa um grannt útlit og fitufordómar ýta undir vanlíðan, félagslega einangrun og geta í versta falli leitt af sér alvarlegar geðraskanir líkt og átraskanir. Í rannsókninni var skoðað hvort tengsl væru milli þess að vera stúlka í ofþyngd/offitu og að eiga frekar í erfiðleikum með samskipti við foreldra og eða besta vin en stúlkur í undirþyngd og kjörþyngd. Einnig var skoðað hvort tengsl væru milli þess að vera stúlka í ofþyngd/offitu og að vera í megrun frekar en hjá stúlkum í undirþyngd eða kjörþyngd. Auk þess var skoðað hvort tengsl væru milli þess að vera stúlka í ofþyngd eða offitu og að stunda frekar óheilbrigðar aðferðir við þyngdarstjórnun en stúlkur í undirþyngd og kjörþyngd. Notast var við spurningar og svör úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir skólaárið 2009/2010. Einungis voru notuð svör stúlkna í 10. bekk við úrvinnslu gagna. Niðurstöður leiddu í ljós að stúlkur sem glíma við offitu áttu frekar í erfiðleikum með samskipti bæði við foreldra og besta vin í samanburði við stúlkur í undirþyngd, kjörþyngd og ofþyngd. Einnig kom í ljós að stúlkur sem glíma við offitu eiga síður vin en stúlkur í undirþyngd, kjörþyngd og ofþyngd. Niðurstöður sýndu einnig að meirihluti stúlkna í ofþyngd og offitu var í megrun og þær notuðu frekar óheilbrigðar aðferðir við þyngdarstjórnun en stúlkur í undirþyngd og kjörþyngd.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf675.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna