is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18812

Titill: 
  • Viðhorf ungs fólks til fíknar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt greiningarviðmiðum Ameríska geðlæknafélagsins er fíkn skilgreind sem geðsjúkdómur. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til þess að fá greiningu. Í gegnum árin hafa orðið breytingar á skilgreiningu á fíkn og sjúkdómsvæðingin er tiltölulega nýtilkomin. Vegna þessara breytinga eru viðhorf til fíknar ekki þau sömu hjá öllum.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða viðhorf ungs fólks til fíknar. Gögnum var
    aflað með eigindlegri aðferð, þar sem átta ungmenni voru fengin til þess að taka þátt í umræðum í rýnihóp. Í rannsókninni var notað hentugleikaúrtak og voru þátttakendur á aldrinum 20-27 ára og hlutfall kynja var jafnt.
    Markmið rannsóknarinnar var að taka stöðuna í samfélaginu til þessa málefnis
    þar sem okkur finnst mikilvægt að það verði vitundarvakning í sambandi við þetta tiltekna málefni. Það er hægt að nálgast það frá mörgum sjónarhornum og það ermikilvægt að öll séu þau tekin til athugunar áður en fólk dæmir fíkla sem veiklyndaeinstaklinga sem kjósi þennan lífsstíl. Margar rannsóknir hafa verið gerðar og kenningar settar fram um fíkn og hæði. Litið hefur verið til bæði líkamlegra og sálrænna þátta sem snerta fíkn svo sem heilastarfsemi og skilyrðingu.
    Í umræðum í rannsókn okkar athugum við nokkra þætti sem varða þetta
    málefni svo sem fordóma í garð fíkla, hvernig fólk verður háð efnum, ofbeldi tengt áfengis- og fíkniefnaneyslu og hvers vegna fólk byrjar aftur í neyslu eftir að hafa hætt. Þátttakendur höfðu mismunandi viðhorf til fíknar sem og mismunandi reynslu af áfengi og fíkniefnum. Meirihluti þátttakenda leit á fíkn sem sjúkdóm. Mörg góð sjónarhorn komu fram í umræðunum og var þar meðal annars rætt um hvort lögleiða ætti fíkniefni hér á landi eins og áfengi var lögleitt á sínum tíma. Eftir þessa rannsóknarvinnu höfum við séð að mikilvægt er að vitundarvakning verði í samfélaginu varðandi áfengis- og fíkniefnaneyslu til þess að hægt sé að veita viðkomandi einstaklingum viðeigandi þjónustu.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-1.pdf324.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna