is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18814

Titill: 
  • Tengsl tölvunotkunar og félagslegra samskipta meðal unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl á milli tölvunotkunar og félagslegra samskipta meðal unglinga. Gagnasafnið sem notast var við er úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema en það er íslenskur hluti alþjóðlegrar rannsóknar sem heitir Health Behaviors in School-aged Children (HBSC). Rannsóknin er framkvæmd á fjögurra ára fresti en í þessari rannsókn er notast við svör nemenda í 10. bekk skólaárið 2009/2010. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 3.857. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á hverfandi neikvæða fylgni á milli tölvuleikjanotkunar og félagslegra samskipta (r = -0,07, p <0,05). Fylgni á milli tölvunotkunar og félagslegra samskipta reyndist einnig mjög veik (r = 0,1, p <0,05). Strákar verja meiri tíma í tölvuleikjum heldur en stelpur (t(2699) = 34,5, p <0,05). Að meðaltali verja strákar 15,5 klukkustundum á viku í tölvuleikjum á meðan stelpur spila tölvuleiki að meðaltali 2,5 klukkustundir á viku. Unglingar sem búa hjá einstæðum foreldrum verja meiri tíma í tölvuleikjum eða u.þ.b. tveimur klukkustundum á viku (F(1, 3726) = 27,3, p <0,05).
    Lykilorð: tölvunotkun, tölvuleikir, unglingar, félagsleg samskipti.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The objective of the current study was to examine the relationship between computer use and social interactions among teenagers. The data are from Heilsa og lífskjör skólanema, the Icelandic part of the international survey Health Behaviours in School-aged Children (HBSC). The study is conducted every four years; in the current study data were based on answers of students in the tenth grade in 2009/2010. Participants were 3,857. Results showed negligible negative correlation between the use of the computer games and social interaction (r = -0.07, p <.05). Correlation between computer use and social interaction was also very weak (r = 0.1, p <.05). Boys spend more time on video games than girls (t(2699) = 34.5, p <.05). Average time that boys spend playing video games is 15.5 hours per week while girls play video games an average of 2.5 hours per week. Adolescents living with single parent spend more time playing video games, about two hours per week (F(1, 3726) = 27.3, p <.05).
    Keywords: computer use, computer games, video games, adolescents, social interaction.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.verkefni_valerija.pdf362.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna