is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18817

Titill: 
  • Eden Hugmyndafræðin og geðsjúkdómar : nútíma hugsun í rekstri hjúkrunarheimila
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með gerð þessarar fræðilegu samantektar var að gera Eden hugmyndafræðina sýnilegri í augum almennings og heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem starfa með eldri borgurum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og búa á hjúkrunarheimilum fyrir geðsjúka. Ég leitaðist við að svara rannsóknarspurningunni: Hentar Eden hugmyndafræðin einstaklingum með geðsjúkdóma og getur hún bætt lífsgæði þeirra og dregið úr hjálparleysi, einmanaleika og leiða. Eden hugmyndafræðin er nútímaleg hugsun um hjúkrunarheimili hún gengur út að draga úr stofnanaumhverfinu sem er kalt og hrátt og draga úr hjálparleysi, einmanaleika leiða og þar með auka lífsgæði eldri einstaklinga svo þeim líði eins og heima hjá sér. Eldri einstaklingar með alvarlega geðsjúkdóma eru bæði passívir og vanvirkir, því er farið er yfir einkenni bæði alvarlegra geðsjúkdóma og geðraskana. Mikilvægt er að starfsmenn hjúkrunarheimila og sambýla sem starfa eftir Eden hugmyndafræðinni fari á námskeið og kynni sér hugmyndafræðina svo þeir hafi þekkingu, hæfni og rétt viðhorfið til heimilisins. Við gerð þessarar fræðilegu heimildasöfnunar aflaði ég mér heimilda í erlendum og íslenskum gagnasöfnum, þaðan notaði ég fræðigreinar og rannsóknir um Eden hugmyndafræðina og geðsjúkdóma. Niðurstöður úr þessum greinum sýndu að Eden hugmyndafræðin eflir lífsgæði einstaklinga með geðsjúkdóma og annarra vistmanna á hjúkrunarheimilum. Geðsjúkdómur er sjúkdómsástand þar sem andleg líðan einstaklingsins hefur áhrif á og truflar hugsun, tilfinningar, samskipti við aðra einstaklinga og veldur takmörkunum á athöfnum daglegs lífs og vegur misþungt á lífsgæði þeirra. Geðsjúkdómar geta haft áhrif á einstaklinga á öllum aldri, kynþáttum og trúarbrögðum, þeir eru ekki afleiðing veikleika, félagslegs umhverfis, eða því að einstaklingurinn komi frá fátæku heimili. Geðsjúkdómar hafa mikil áhrif á fjölskylduna því er mikilvægt að fjölskyldan fái bæði fræðslu og stuðning þegar eldri einstaklingur með geðsjúkdóm flytur á hjúkrunarheimili. Mín ályktun er sú, að ef hægt væri að gera aldraða sem búið hafa á stofnunum vegna síns geðsjúkdóms meira sjálfbjarga og draga úr einmanaleika þeirra, hjálparleysi og leiða með því að vinna eftir Eden hugmyndafræðinni þá munu lífsgæði þeirra eflast.
    Lykilhugtök: Eden hugmyndafræðin, geðsjúkdómar og hjúkrunarheimili og fjölskyldur.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í Nútímafræði senda.pdf669.41 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna