is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18822

Titill: 
  • Hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni starfa á gráu svæði : er kominn tími til að viðurkenna sérhæfingu hjúkrunarsérfræðinga á íslandi?
  • Titill er á ensku Icelandic rural nurses work in a gray area. Is it time for accreditation of Nurse Practitioners?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Að varpa ljósi á hlutverk hjúkrunarsérfræðings (e. nurse practitioner) með það markmið að kanna fýsileika þess að viðurkenna sérhæfingu þeirra í íslensku heilbrigðiskerfi og skoða hvort það nýtist hjúkrunarfræðingum sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni.
    Rannsóknarspurningar: Hvaða möguleikar felast í hlutverki hjúkrunarsérfræðings? Myndi það nýtast hjúkrunarfræðingum á landsbyggðinni sem sinna bráðatilvikum ef sérhæfing hjúkrunarsérfræðinga yrði viðurkennd hér á landi? Hvað þarf til að viðurkenna sérhæfingu hjúkrunarsérfræðinga hér á landi?
    Aðferð: Fræðileg heimildasamantekt, unnin úr innlendum og erlendum heimildum. Til að dýpka umfjöllun um íslenskt samhengi þessarar samantektar voru tekin þrjú viðtöl, eitt viðtal við hjúkrunarsérfræðing og tvö við hjúkrunarfræðinga sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni.
    Helstu niðurstöður: Samkvæmt viðmælendum þessarar samantektar, sem starfa sem hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni, koma upp aðstæður þar sem þeir axla meiri ábyrgð en starfsrammi þeirra segir til um. Viðurkenning á sérhæfingu hjúkrunarsérfræðinga gæti stuðlað að auknu sjálfræði hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni og gæti leyst úr þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir þegar þeir starfa utan skilgreinds starfsramma. Í sérhæfingu hjúkrunarsérfræðinga felast aukin þekking á klínísku sviði, greining á sjúkdómum, ákvörðunarvald til að hefja meðferð og möguleiki á ávísun lyfja.
    Ályktanir: Til þess að viðurkenning á sérhæfingunni geti átt sér stað þyrfti að takast á við hindranir eins og lagaumhverfið og skort á þekkingu og virðingu heilbrigðisstarfsmanna gagnvart hjúkrunarsérfræðingum. Sé leyst úr því myndi starf hjúkrunarsérfræðings verða til bóta fyrir hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni sem sinna bráðatilvikum. Sú sérhæfing sem hjúkrunarsérfræðingar hafa myndi jafnframt nýtast á öðrum sviðum og stuðla að framþróun hjúkrunarfræðinnar.
    Lykilhugtök: Hjúkrunarsérfræðingur, landsbyggð, bráðatilvik.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: To shed light on the role of nurse practitioners, with the aim of assessing the feasibility of accreditation for their specialization in the Icelandic health care system, and the possible benefits to acute care nurses in rural settings.
    Research questions: What are the possibilities in the role of nurse practitioner? Would acute care nurses in rural settings benefit from the implementation of an accreditation system? What are the requirements for such a system to be established?
    Method: A survey of academic literature, both Icelandic and foreign. The survey is further placed in an Icelandic context by way of interviews with a nurse practitioner and two nurses involved in acute care in rural settings.
    Main conclusions: The rural nurses who were interviewed are faced with situations in which they take on more responsibility than their role dictates. Accreditation for the specialization of nurse practitioners would increase professional autonomy and help to resolve issues requiring them to work outside their role as it is currently defined. The specialization of nurse practitioners involves deeper knowledge of a given clinical field, diagnostics, the ability to initiate treatment and to prescribe medication.
    Assumptions: Obstacles must be overcome to establish a system of accrediting specialization. These include the legal environment, general ignorance, and lack of respect from health care workers for nurse practitioners. A resolution of these issues would be beneficial to nurses in rural settings who are involved in acute care. The specialized knowledge that nurse practitioners possess could be of use in adjacent fields, as well as contributing to the evolution of nursing as a discipline.
    Key words: Nurse Practitioner, rural settings, acute care.

Athugasemdir: 
  • 14.5.2016
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er kominn tími til að viðurkenna sérhæfingu hjúkrunarsérfræðinga á Íslandi.pdf609.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna