is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18823

Titill: 
  • Útskriftarleiðbeiningar af slysa- og bráðadeildum
  • Titill er á ensku Discharge instructions from emergency departments
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildasamantekt er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins var að skoða útskriftarleiðbeiningar frá slysa- og bráðadeildum og kanna hvort nægilega góður skilningur væri á þeim og þá hvað væri að vefjast fyrir fólki. Einnig vildum við skoða innihald útskriftarleiðbeininganna og á hvaða formi væri best að koma þeim til skila. Höfundar lögðu af stað með vinnslu verkefnisins með þrjár rannsóknarspurningar í huga:
    • Skilja einstaklingar útskriftarleiðbeiningar sem þeim eru veittar af slysa- og bráðadeildum?
    • Eru veittar nægilega góðar og skýrar útskriftarleiðbeiningar af slysa- og bráðadeildum?
    • Á hvaða formi er best að veita útskriftarleiðbeiningar til að þær komist sem best til skila?
    Skoðaðar voru greinar frá árunum 1995 til 2014 sem fjölluðu um útskriftarleiðbeiningar frá slysa- og bráðadeildum eða tengdu efni til að svara rannsóknarspurningunum. Niðurstöður heimildasamantektarinnar leiddu í ljós að einstaklingar höfðu upp til hópa ekki nægilega góðan skilning á útskriftarleiðbeiningum frá slysa- og bráðadeildum, oft vegna ófullnægjandi og óskýrra leiðbeininga. Það helsta sem einstaklingar skildu ekki voru leiðbeiningar um sjálfsumönnun eftir að heim væri komið sem og ástæður til endurkomu á slysa- og bráðadeild. Algengt var að útskriftarleiðbeiningar væru veittar munnlega en rannsóknir bentu til þess að skriflegar leiðbeiningar með munnlegum leiðbeiningum gætu aukið skilning einstaklinga. Rannsóknir sýndu að margir þættir komu að skilningi einstaklinga á útskriftarleiðbeiningum, t.d. aldur, hugrænt ástand og heilsulæsi og því verður heilbrigðisstarfsfólk að vera vakandi fyrir þeim möguleika að mikilvægar leiðbeiningar komist jafnvel ekki til skila. Engar íslenskar rannsóknir fundust um efnið en við teljum að nauðsynlegt sé að kanna stöðu þessara mála hér á landi.
    Lykilhugtök: útskriftarleiðbeiningar, skilningur, slysa- og bráðadeild.

  • Útdráttur er á ensku

    This literature review is a final project for a B.S. degree in nursing at University of Akureyri. The purpose of this project was to examine the discharge instructions given at emergency departments (EDs), to study whether the patients comprehension of the instructions was sufficient and what the main content was, from the instructions, that patients had problem understanding. We also wanted to examine the content of the discharge instructions and to see which form would give the best results. The following three research questions were kept in mind while working on this project:
    • Do patients understand the discharge instructions that they are given at the EDs?
    • Are the given discharge instructions from EDs sufficiently good and clear?
    • Which form of given discharge instructions would provide the best results?
    To answer the research questions we compiled and analysed research articles published during the years from 1995 to 2014 that were about discharge instructions from EDs or about related material. The results of the literature review showed that patients did not have sufficient comprehension of the discharge instructions given at the EDs often because the instructions were insufficient and unclear. The instructions that the patients had problem understanding were about self-care after discharge and symptoms prompting return to the ED. Most commonly used form of discharge instructions was verbal but studies indicate that written instructions that go along with the verbal ones, could increase patients comprehension. Many factors can affect patients comprehension, for example age, cognitive state and health literacy and health care providers should be alert to the possibility that important information does not reach the key target. Because no Icelandic studies were found about our topic, we believe that it is necessary to examine the state on these matters here in Iceland.
    Keywords: discharge instructions, comprehension, emergency department.

Athugasemdir: 
  • Læst til 31.5.2015
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð6.pdf419.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíðan.pdf87.68 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna