is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18840

Titill: 
  • Verkir og verkjameðferð : sálræn og félagsleg áhrif
  • Titill er á ensku Pain and pain management – Psychological and social influence
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar heimildasamantektar er að skoða samband sálræns og félagslegs ástands í tengslum við verki. Ásamt því að ræða hvernig hægt er að hjálpa sjúklingum með verki að auka skilningi á tengslum þar á milli og með því aðstoða þá við að hafa betri stjórn á verkjunum. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvaða áhrif hefur sálrænt ástand á verki? Hvaða áhrif hafa félagslegir þættir á verki? Hvað er hægt að gera til að stuðla að betri verkjameðferð? Verkir eru mjög algengir og talið er að um fjórir af hverjum tíu einstaklingum þjáist af langvinnum verkjum. Verkir eru ekki aðeins líkamlegt fyrirbæri, umhverfið skipti einnig miklu máli í þessum skilningi, hvernig einstaklingurinn er, hvernig hann er fyrirkallaður og hver áreitin eru í kringum hann. Verkjaupplifun kemur fram í mismunandi myndum þar sem sálræn og félagsleg áhrif hafa mikið um það að segja hvernig og hve mikið einstaklingar finna til og hvaða áhrif verkir hafa á líf þess einstaklings sem upplifir þá. Erfitt getur verið að meta verki og áhrif verkjameðferðar vegna þess að verkir eru huglægir og enginn nema sá sem finnur fyrir þeim getur vitað hvernig þeir lýsa sér nákvæmlega. Heimildir komu úr rannsóknum og fræðiritum sem gerð hafa verið um áhrifaþætti á verki og meðferðarúrræðum tengdum þeim. Höfundar leitast við að útskýra hvað verkir eru ásamt lífeðlisfræði þeirra. Markmiðið er að skoða félagslega og sálræna aðalþætti sem hafa áhrif á verkjaupplifunina. Það eru bjargráð, persónuleiki, kynferði, fjölskylda, menning, þunglyndi, sálræn áföll og ofbeldi. Einnig er fjallað um meðferðir við verkjum og eru þá teknar fyrir lyfjameðferðir, fordómar og fíkn þeim viðkomandi. Að lokum er svo fjallað um óhefðbundnar meðferðir, en undir þær falla hugræn atferlismeðferð, hreyfing, nálastungur, nudd, slökun, smáskammtalækningar og athyglisdreyfing. Markmið höfunda er að útskýra hvernig þessir hlutir vinna saman.
    Lykilhugtök: Sálrænir verkir, félagslegir verkir, verkjameðferðir.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this theoretical thesis is to take a look at the relationship between social and psychological well being and pain. Also to discuss the best way to help suffering patients by improving the understanding of these bonds and by assisting them to have better control over their pain. The thesis questions were: What influence does mental status have on pain? What influence do social factors have on pain? What can be done to improve pain treatment? Pain is a common problem and about four in every ten individuals suffered from chronic pain. Pain is not only a physical thing, our surroundings matter, who the individual is, what kind of day he is having and what stressors that individual is facing. The pain experience varies since psychological and social factors tribute to how much pain people feel and what effects that pain has on the patient’s life. Estimating pain and the effectiveness of the treatment can be difficult because the pain is a mental interpretation and no one knows how it is exactly except the person who feels it directly. References used were studies on the subject and some academic books, about influencing factors regarding pain and treatment possibilities. The authors strive to explain what the concept of pain is and its physiology. The point with this thesis is to look at social and psychological main factors which impact how people feel pain. Included are coping mechanisms, personality, sexuality, family, culture, depression, psychological trauma and violence. The authors also consider treatments for people in pain and discuss medicinal treatment, prejudice toward people in pain and addiction to pain medication. At last the authors take a look at complementary and alternative medicine, included in those are cognitive behavioral therapy, exercise, acupuncture, massage therapy, relaxation therapy, homeopathic treatments and distraction therapy. The authors’ main goal is to explain how these things work together.
    Keywords: psychological pain, social pain, pain management.

Athugasemdir: 
  • Læst til 17.5.2017
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Verkir og verkjameðferð skil.pdf915.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna