is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18845

Titill: 
  • „Við Íslendingar erum svona... hvað segirðu? Ég segi allt fínt þó allt sé í steik.“: viðhorf almennings til þunglyndis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá upplýsingar um sjónarhorn almennings á Íslandi til þunglyndis. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver eru viðhorf og skilningur almennings á þunglyndi? Rannsóknin var eigindleg og gagna aflað með þremur 3-6 manna rýnihópum. Rýnihópaumræður fóru fram á höfuðborgarsvæðinu. Auglýst var eftir þátttakendum á samfélagsmiðlum og opinberum stöðum. Alls tóku 14 manns þátt, 12 konur og tveir karlmenn á aldrinum 18 til 66 ára. Í rýnihópunum var stuðst við opinn, óstaðlaðan viðtalsramma með örsögu og umræður hópanna afritaðar orðrétt, kóðaðar og greindar í þemu. Niðurstöður mynduðu þrjú meginþemu: Það sem ekki sést, Samfélagið og Að upplýsa og fræða. Viðmælendur töldu að sjúkdómur á borð við þunglyndi færi ekki í manngreinarálit og margir ekki tilbúnir að horfast í augu við vandann. Margir þættir gætu haft batahvetjandi áhrif og flestir voru þeirrar skoðunar að meðferð þyrfti að vera einstaklingsbundin. Til að meðferð bæri árangur þyrfti hún að vera aðgengilegri og þörf væri á fleiri niðurgreiddum úrræðum. Ástæða þess að fólk leitaði sér ekki hjálpar væri m.a. vegna kostnaðar og vegna fordóma í samfélaginu og eigin fordóma. Þátttakendur voru sammála um að kröfurnar og pressan í íslensku samfélagi hefði mikil áhrif á þá sem glíma við erfiðleika. Gildi fræðslu og þekkingar kom skýrt fram og mikilvægt væri að fræða börn og ungmenni. Slík fræðsla var talin geta dregið úr fordómum. Jákvætt væri að opna umræðuna um þessi mál og að það gæti hjálpað öðrum að átta sig á að fleiri væru að glíma við svipuð vandamál. Nauðsynlegt er að kanna viðhorf almennings til að efla þverfaglega þekkingu fagfólks og betrumbæta aðferðir til heilsueflingar.
    Lykilhugtök: þunglyndi - viðhorf - almenningur - eigindleg rannsókn

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to gather information about the attitude of the Icelandic public towards depression. The proposed research question was: What is the attitude and general understanding of depression in Iceland? A qualitative approach was used in this study and data was gathered from three focus groups with 3-6 individuals. The focus groups were interviewed in the capital area. To gather participants advertisements were placed on social network sites and in public places. A total of 14 people enrolled, 12 women and two men, aged 18 to 66 years. An open, non-standardized interview frame was used in the focus groups and the recorded data was transcribed and coded. Three main themes emerged/were developed: What cannot be seen, Community and To inform and educate. The participants believed that a disease like depression would not show favoritism and many were not willing to face up to the problem. Many factors could improve health and most participants had the opinion that the treatment should be individualized. If treatment was to be effective it would need to be more accessible and there was need for more subsidized therapeutic treatments. The reason why people did not seek help was among other things not only because of cost but also because of their own and perceived stigma in society. The participants agreed that the demand and pressure in the Icelandic community had major impact on those who struggle with difficulties. The value of education and knowledge was evident and the importance to educate children and young people. Such education was believed to reduce stigma. It would be positive to open discussion about these issues and it might help others to realize that more were faced with similar problems. It is necessary to explore public attitudes to promote interdisciplinary professional knowledge and refine strategies for health promotion.
    Keywords: depression - attitude - public - qualitative research

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf almennings til þunglyndis.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna