is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18857

Titill: 
  • Heimavinna : viðhorf kennara og nýjar leiðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um heimavinnu nemenda. Meginmál ritgerðarinnar skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er fræðilegur og fjallar hann um hugtakið heimavinnu, markmið hennar og mismunandi þætti. Skoðað var hvað fræðin segja um árangur heimavinnu og gerð voru grein fyrir rökum með og á móti heimavinnu. Einnig var hlutverk kennara í heimavinnu skoðað og áhrif þátttöku foreldra. Rýnt var í gagnvirka heimavinnu og ýmis ný forrit og kerfi sem þróuð hafa verið til að bæta heimavinnu. Þá voru sérstaklega skoðuðu vef-miðuð kennslukerfi, snjallkennslukerfi og nýir kennsluhættir eins og speglaðar kennsluaðferðir. Seinni hluti ritgerðarinnar er könnun á viðhorfi kennara á unglingastigi til heimavinnu.
    Skiptar skoðanir eru á árangri heimavinnu og hvort hún eigi rétt á sér í skólakerfi samtímans. Sumir skólar eru ekki með heimavinnu fyrir nemendur og hefur tíminn sem unglingar verja í heimavinnu dregist saman á síðustu árum. Því virðist sem fylgi heimavinnu fari minnkandi á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt að heimavinna getur stuðlað að bættum námsárangri nemenda sé hún vel skipulögð. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að þátttaka foreldra í heimavinnu nemenda geti skilað sér í bættum námsárangri. Á móti er bent á að ef illa er staðið að heimavinnu getur hún verið íþyngjandi fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra.
    Framkvæmd var könnun meðal kennara á unglingastigi. Í úrtakinu voru allir kennarar sem kenna bóklegar greinar í sex skólum á Akureyri, alls 53 kennarar og fengust svör frá 37 kennurum. Kannað var viðhorf kennara til heimavinnu og voru niðurstöður könnunarinnar bornar saman við niðurstöður svipaðrar könnunar sem framkvæmd var fyrir tíu árum. Samanburðurinn leiddi í ljós að viðhorf kennara til heimavinnu hafi hrakað. Þá var einnig skoðað hvort kennarar nýttu sér nýjungar í heimavinnu eins og gagnvirk tölvukerfi og sýndu niðurstöður að mikill minnihluti nýtir sér þessar nýjungar.
    Heimavinna er vandmeðfarið verkfæri sem hefur verið rætt um og rannsakað meðal fræðimanna og annarra í langan tíma. Til þess að kennarar geti beitt þessu verkfæri á árangursríkan hátt í starfi þurfa þeir að fá þjálfun og kennslu í notkun þess.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is about homework. The main chapters are divided into two parts. The first part is theoretical and examines the concept of homework, its purpose and the different types of homework. We took a look at what research says about the academic gains of homework and considered the different arguments made for and against homework. We also talked about interactive homework and some new applications and computer programs widely used as a tool to make homework more efficient. We especially focused on web-based homework systems, intelligent tutoring systems and new teaching methods such as flipped learning. The second part of the essay is a research on views and attitudes towards homework among teachers in the upper levels of primary school (students aged 13-16).
    There are different views on the benefits of homework and whether it belongs in today’s school systems. Some schools have taken up a policy against the use of homework, and adolescents in Iceland spend less time on homework than before. Therefore the positive attitude towards homework seems do be decreasing. Research shows that well organized homework and parental involvement improves student’s academic achievements. However, poorly organized homework can be a burden on students and their families.
    A research was conducted among upper level primary school teachers. The sample consisted of academic teachers from six schools in Akureyri. The total of the sample was 53 teachers and 37 of them participated. The research focused on the teacher’s views regarding homework and the results from our research were compared to a similar research conducted ten years ago. It seems that teacher’s attitudes towards homework have worsened. We also wanted to know if teachers were implementing innovations in homework such as interactive computer systems. Our results show that a minority of teachers use these innovations.
    Homework has been debated and researched among scholars and others for a long time. It is clear that homework is a tool that must be dealt with carefully. If teachers are to use this tool so it may have a positive outcome for students, they need training and guidance in how to do so.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimavinna-viðhorf kennara og nýjar leiðir.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna