is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1887

Titill: 
  • Blóðdropinn : námsspil um mannslíkamann
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið er námsspil sem samið er sem hjálpartæki við nám í náttúrufræði á miðstigi, nánar tiltekið um mannslíkamann. Spilið, sem hefur fengið nafnið ,,Blóðdropinn”, er námsefni sett fram í formi leiks. Leitast er við að gera leikinn spennandi og skemmtilegan til að vekja áhuga og gleði og halda nemendum við efnið. Undirliggjandi er svo fróðleikur um mannslíkamann.
    Helstu námsmarkmið sem stefnt er að með ,,Blóðdropinn” er að finna í Aðalnámskrá í náttúrufræði frá 2007. Þá er ekki síðra markmið að vekja og viðhalda forvitni og áhuga á námsefninu. Spilið er byggt á hópavinnu og er það ekki síst til að árétta við nemendur að allir eru góðir í einhverju og við getum lært hvert af öðru.
    Leitast er við að styrkja þekkingu og skilning sem nemendur búa yfir og byggja ofaná. Lykilspurningar, sem nemendum er ætlað að semja sjálfir, verða til upprifjunar á efni því sem lagt er fyrir og unnið með. Sé spilið spilað aftur seinna, gegna spurningarnar nýju hlutverki og er blandað við spurningarnar sem fylgja spilinu og verða þannig til upprifjunar á fyrra lesefni.
    Við vonum að spilið verði öðrum hvatning til að búa til námsefni, byggt á leik og trúum því að það sé leikur að læra.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 12.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bloddropinn_Greinagerd.pdf267.44 kBLokaðurGreinargerðPDF