is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18882

Titill: 
  • Lestraráhugi og barnabókmenntir í kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lestur er mikilvægur þáttur í daglegu lífi fólks. Læsi gerir fólki kleift að taka virkan þátt í samfélaginu ásamt því að veita því ánægju og lífsfyllingu. Margir samverkandi þættir, bæði hugrænir og sálrænir, hafa áhrif á lestrarfærni barna. Í ritgerðinni eru teknar saman rannsóknir á samspili lestraráhuga, lestrarfærni og nýtingu barnabókmennta í kennslu barna á yngsta stigi grunnskólans. Niðurstöður rannsóknanna styðja að því meiri áhuga sem nemendur hafa á lestri þeim mun meiri hvata hafa þeir til að lesa sér til gagns og gamans. Lestrarfærnin eykst í samræmi við aukinn lestur. Meðal þátta, sem hafa áhrif á lestraráhuga barna, eru sjálfkvæmur og aðkvæmur áhugi, sjálfsöryggi, félagslegir þættir, persónuleiki einstaklinga og þau markmið sem nemendur setja sér í lestrarnáminu. Kennarar og foreldrar geta haft mikil áhrif á lestrarfærni barna með því efla sjálfkvæman lestraráhuga þeirra. Bæði foreldrar og kennarar geta nýtt barnabókmenntir með áhrifaríkum og fjölbreyttum hætti til að efla lestraráhuga þeirra. Fjölbreytni og skapandi vinnubrögð eru grunnur að góðu og skemmtilegu námi. Rannsóknirnar leiða í ljós að huga þarf vel að kennsluaðferðum og skipulagningu lestrarkennslu ungra barna. Efla þarf lestraráhuga nemenda samhliða hefðbundinni þjálfun í grunnþáttum lestrartækninnar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð- B.Ed..pdf680.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna