is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18885

Titill: 
  • Jarðskjálftinn á Haítí : viðbrögð við húsnæðisvanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um viðbrögð hjálparstofnanna við húsnæðisvanda eftir jarðskjálfta á Haítí árið 2010 sem mældist 7,0 á Richter. Áhersla er löggð á ástandið í höfuðborginni, Port-au-Prince, sem er gífurlega þéttbýl. Fyrir skjálftann voru slæm lífsgæði á Haítí og afskipti yfirvalda var í lágmarki. Innviðum samgöngu- og flutningakerfa eyjunnar var ábótavant og versnuðu enn frekar í kjölfar skjálftans, sem skapaði flækjustig við aðflutning nauðsynjavara. Hús voru illa byggð með þeim afleiðingum að hátt hlutfall bygginganna hrundi í skjálftanum. Vegna umfangs rústa á götum borgarinnar og almenns plássleysis áttu hjálparstofnanir erfitt með að koma upp skýlum eftir hamfarirnar. Mikill óskýrleiki var um umráðarétt og mörg skjöl um landareignir töpuðust undir rústum. Tengsl eru á milli tíðni ofbeldis og náttúruhamfara og þurftu hjálparstofnanir að hafa öryggi í huga við hönnun skýlanna. Ég tek fyrir tvö dæmi um skýli sem hönnuð voru fyrir Haítí-búa, annað hannað af nemendum listaháskóla og hitt af hjálparstofnun, og met kosti og galla þeirra. Ég nefni almenn vandamál sem hjálparstofnanir glíma við þegar hamfarir skella á í þéttbýli og þau sértæku vandamál sem stóðu frammi fyrir á Haítí. Helstu heimildir eru skýrslur sem gefnar voru út af hinum ýmsu hjálparstofnunum, en einnig er stuðst við greinar úr tímaritum og af vefsíðum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd-arora-arnadottir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna