is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18886

Titill: 
  • Liturinn svartur : fagurfræði og smekkur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um svarta litinn, sögulega hlið hans og litafræðilega. Ekki eru allir þó sammála um hvort svartur sé litur. Hann hefur neikvæða táknræna merkingu þar sem hann er litur sorgarinnar á Vesturlöndum og víðar. Fátækir klæddust litnum gjarnan vegna þess að auðveldara var að þvo svört föt. Brotið var blað í tískusögunni þegar fatahönnuðurinn Coco Chanel hannaði litla svarta kjólinn. Þá komst svarti liturinn í tísku í öllum stéttum og hjálpaði það til við að minnka bilið á milli fátækra og ríkra. Einnig eru fagurfræðilegar kenningar heimspekinganna Immanuel Kant, David Hume og Pierre Bourdieu um smekk skoðaðar til að reyna að fá svör við því af hverju við Íslendingar klæðumst svörtum fötum eins mikið og raun ber vitni og hvað geri hann svo vinsælan. Ýmsir jaðarhópar eru miklir fylgjendur litarins og verður þremur þeirra gerð skil í ritgerðinni með því að skoða tísku þeirra og stefnu. Smekkur er að einhverju leiti meðfæddur en að mestu leiti lærður. Skammdegið hefur að öllum líkindum áhrif á okkar smekk og er að hluta til ástæða fyrir þessari miklu notkun á svarta litnum. Við erum útsjónarsöm í klæðavali og nýtum okkur möguleikana sem litli svarti kjóllinn býður uppá, að klæða hann upp og niður eftir því sem við á og hentar hverjum og einum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-aslaugsig2013.pdf734.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna